Author Archives: joi

Gleðilegt ár..

 

 

 

 

 

Hæ hó allesammen..

Nú er kominn gamlársdagur hér í Tarm og viðburðaríku ári að ljúka hjá okkur.

Það er alltaf gaman á áramótum að líta til baka og velta fyrir sér viðburðum ársins.

Þetta ár var verulega viðburðaríkt hjá okkur og fjölskyldunni og skeði margt skrítið og skemmtilegt og svo líka minna skemmtilegt eins og gengur og gerist. En þegar til baka er horft var þetta gott ár.

Nú kemur svo 2012 sem á að ljúka með ragnarökum miklum eins og frægt er orðið, kæmi mér samt ekki á óvart þó að við gætum gert grín að þeirri spá um næstu áramót.

Það var lítið um gesti hjá okkur á þessu ári, er þar um að kenna kreppu og óáran í ýmsum myndum, en von okkar er sú að það verði gestkvæmara hjá okkur á nýja árinu..

Við verðum hér heima í kvöld, ætlum að njóta þess hvað við eigum ríka nágranna, þeir kveikja í peningunum sínum og skjóta þeim uppí loftið á þessu kvöldi á hverju ári, skrítinn siður það…

Farið varlega ef þið ætlið að fikta með eldspítur í kvöld..

Verum í bandi alles..

Liv Fjola býr til eplakökurasp..

 

 

 

 

 

Hér kemur videó af því þegar Liv Fjola fór að hjálpa okkur við að búa til eplakökurasp úr tvíbökum.

Það vantaði ekkert upp á áhugann hjá henni.. ( og mér leiddist ekki )

Er hún ekki bara bestust..

Í jólakaffi hjá Fjólu frænku..

Á annann í jólum erum við alltaf með jólakaffi fyrir okkar fólk hér í Danmörku og er það alltaf jafngamann.

Nú í ár voru Nonni, Inga, Lars og Liv hjá okkur og svo kom Uffe vinur okkar og fósturbarn í jóla heimsókn eins og hann er vanur.

Frá Tønder komu Gunnar og Brenda ásam Ugga og Loka, Uggi býr reyndar á spáni en kom heim um jólin.

Frá Tønder komu líka Ágústa og Palli ásamt Hugin Óla, Goða Páli og Ágúst Frey.

Var þetta eins og alltaf mjög ánægjulegur dagur, mikið hlegið, spilað og spjallað.

Kökuborðið hennar Fjólu var svo flott að þessi frægu SønderJyske Kagebord sem allir eru alltaf að dásama hefðu litið út eins og frekar ræfilslegur nestiskassi við hliðina á hennar borði.

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-11.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-21.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-31.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-41.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-51.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-61.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-71.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-81.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2011/12/jol2011-91.jpg[/imagetab] [/tabs]

Takk fyrir komuna allesammen…

Gleðileg Jól !!!

Eins og sjá má á myndinni þá var nú ekki galið hjá okkur jólaborðið.

Við vöfðum tönnunum utan um dýrindis Lambahrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og dýrindis sósu sem var svo góð að það hefði mátt éta hana eintóma með skeið…

Þessu var svo öllu skolað niður með blöndu af malti og appelsíni…

Að máltíð lokinni var svo slappað af smá stund. Hófst svo baráttan við pakkana.

Jólatrésfóturinn sem ég fékk í afmælisgjöf stóð sig mað prýði, hann stóð á móti pakkaflóðinu þannig að tréð tolldi í horninu þrátt fyrir mikinn þrýsting.

Við dunduðum okkur við pakkaupptöku og eplakökuát fram yfir miðnætti og áttum alvega verulega yndælt kvöld saman.

Þetta Aðfangadagskvöld voru þau öll hjá okkur, Inga, Lars, Liv og Nonni og er ekki hægt að lýsa með orðum hvað það er gott að eiga svona stund saman með þeim sem manni þykir vænst um.

Ný heimasída

Hæ hó allesammen..
Ligga ligga ligga lí, ég er kominn med nýja heimasídu…

Jólagjöfin mín í ár frá Nonna er ný og betri heimasíða.

Þessi er alveg snilld og hlakkar mér til að geta látið visku mína flæða yfir heimsbyggðina frá henni.

Munurinn á þessari og þeirri gömlu er helstur sá að nú keyrir öll síðan í einu kerfi en sú gamla var að keyra í mörgu kerfum og gat stundum verið soldið snúið að eiga við hana fyrir gamlann og heimskan járnsmið..

Þessi nýja síða er eins og þið sjáið með allt annað útlit en sú gamla og verður gaman að heyra hvað ykkur finnst um nýja fyrirkomulagið.

Það verður mikið auðveldara fyrir mig að bæta inn nýjum undirsíðum og allskonar efni sem mig hefur langað til að geta sett inn. Ég get líka leikið mér með teksta útlit og annað sem mér dettur í hug að hrella ykkur með.

Gestabókin keyrir áfram óbreytt okkur sem hafa aðgang að henni til ánægju og yndisauka..

Ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman af síðunni í framtíðinni og þakka Nonna innilega fyrir þessa snilldargjöf til okkar allra..

Verum í bandi alles….

(á næstu dögum á ég eftir að setja inn á síðuna allt mögulegt skemmtilegt, verið dugleg að smella á takka og skoða hvað skítur hér upp kollinum)