Author Archives: joi

Poltrabend..

Komin heim eftir góðann dag..

 

 

 

Hæ hó allesammen..

 

 

Á síðasta laugardag var heldur mikið um dýrðir hér á Jótlandi..

Það var haldið mikið partý Ingu og Lars til heiðurs í tilefni væntanlegs Brúðkaups heima hjá foreldrum Lars.

Þarna voru mættir vinir og vandamenn og vissu Inga og Lars ekki af þessu fyrirframm..

Þeim var rænt eldsnemma morguns og farið með þau í allskonar skemmtilegheit sitt í hvoru lagi og síðan voru þau sameinuð aftur um kvöldið og var þá haldin mikil grillveisla sem stóð framundir morgunn.

Við vorum með um morguninn og kvöldið og fengum svo að passa Lítið Ljós um nóttina og þótti það nú ekki leiðinlegt…

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-1.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-2.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-3.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-4.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-5.jpg[/imagetab] [/tabs]

Daginn eftir þegar þau komu til að sækja Liv Fjólu gerðu þau sér litið fyrir og söguðu fyrir mig allt brennið sem ég átti óskorið úti í skúr, það vantar ekki orkuna hjá svona fólki.

Við vorum ekki með barnavagn til að láta Liv Fjólu sofa úti, en Fjóla var nú ekki lengi að redda því fyrir hana litlu nöfnu sína, svaf hún þarna hin rólegasta í burðarrúminu sínu á meðan við vorum að saga brenni alveg við hliðina á henni.

Verðum í bandi alles..

 

Bil udbrændte – Bílbruni..

Sumir eru snillingar….. Þessi frétt var í dagblöðunum hér í dag, gat ekki stillt mig um að leyfa ykkur að njóta hennar með mér..

–Hér kemur fréttin————-

En mandlig gæst hos en kvinde på Gammel Tøndervej i Tinglev fortryder formentlig, at han i nat ved 01.30-tiden hjalp en veninde med at fylde benzin på hendes bil.

Bilens tank var tom, men den venlige, 29-årige mand tilbød at tappe benzin fra sin egen bil og over på kvindens bil.

Støvsugeren blev fundet frem, og så blev der ellers suget fra den ene til den anden. Men en gnist antændte først støvsugeren, siden den ene bil og derefter carporten.

– Branden forsagede røgskader i den tilhørende bolig, og så måtte manden til behandling for brandsår på benene på skadestuen i Aabenraa, fortæller vagtchef Erik Lindholdt, Syd- og Sønderjyllands Politi.

Bil og støvsuger udbrændte, ligesom carporten blev beskadiget ved branden.

 

–Íslensk þýðing———————————————————-

Maður nokkur sem var gestkomandi hjá konu í Tinglev sér væntanlega eftir því að hann í nótt kl um hálftvöleitið hjálpaði vinkonu sinni við að setja bensín á bílinn hennar..

Tankur bílsins var tómur enn greiðvikni 29 ára gamli maðurinn bauð konunni að tappa bensíni af sínum bíl og yfir á hennar..

Náð var í ryksuguna og svo var sogið frá hans bíl og yfir á hennar..  En neisti kveikti fyrst í ryksugunni, þar á eftir í bílnum og að lokum í bílskílinu…

Það urðu reykskemmdir á íbúðarhúsnæðinu, og maðurinn var fluttur til aðhlynningar vegna brunasára á fótum á nærliggjandi sjúkrahús, samkv. upplýsingum lögreglu.

Bíllinn og ryksugan brunnu up til agna og bílskílið skemmdist við brunann….

————————————————————

Well DoneVerum í bandi alles…..

 

Skanna og skanna og skannna..

Hæ hó allesammen…

Það er komið föstudagskvöld hér í Tarm..

 

 

 

 

 

 

Ég er búinn að vera skanna myndir síðustu vikurnar og koma margar skemmtilegar myndir í ljós, þessi þykir mér þó vera perla..

Það er ekki laust við að maður fari á smá minningaflipp við að skanna allar gömlu myndirnar, en eins og ég hef áður sagt þá er ekki seinna vænna, mörg elstu albúmin eru orðin ansi léleg..

Það tekur mig svona 3 til 5 mínútur að skanna mynd í góðum gæðum en svo get ég hæglega notað hálftíma í að dunda mér við að gera mynd góða í Photoshop Elements..

Engin spurning samt í mínum huga að þetta er vinna sem á eftir að skila sér, á þennann máta varðveiti ég myndirnar.

Ég var síðast þegar ég taldi búinn að skanna í allt ca. 2500 myndir ef allt er talið, þannig að það eru komnir nokkrir tímar í þetta hjá mér..

Ég vista myndirnar síðan á þremur mismunandi stöðum þannig að ég ætti ekki að missa þær þó að eitthvað kæmi fyrir.. “Shit Happens” eins og þið öll vitið.

Nú um helgina koma góðir vinir í heimsókn og er okkur búið að hlakka mikið til þess.

Verum í bandi alles..

Til Hamingju með Afmælið elsku Inga..

Hún á afmæli í dag,

hún á afmæli í dag.

Hún á afmæli hún Inga,

Hún á afmæli í dag…..

 

 

Elsku Inga, hjartanlega til Hamingju með daginn.

Takk fyrir heimsóknina um helgina og ekki hvað síst fyrir lánið á Liv Fjólu.

Við vonum að þú eigir góðann dag.

Skrítinn kall hann Afi minn…

Hæ hó allesammen…

 

 

 

 

 

Í vetur þegar Mamma braut á sér fótinn passaði ég Afa minn í nokkrar vikur..

Honum þótti það nú ekki leiðinlegt…

Ég þurfti öðru hvoru að fara með honum í vinnuna niður í kjallara og það þótti mér nú ekki leiðinlegt..

Það voru ljós í allar áttir og undarleg hljóð og ef sá gamli leit af mér í eina sekúndu gat ég náð mér í bæði USB kapla og NET kapla og Músina og ég veit ekki hvað..

Hann Afi minn er þekktur víða um veröld fyrir að hóta börnum örkumlun og aflimun og að berja þau með afslitnum útlimum…

En til mín bara brosir hann bara og segir “Buhhhh… grislingur…”

Skrítinn kall hann Afi minn…

NemID identitets tyveri..

 

 

 

 

 

 

 

Spionprogrammet der blev brugt til at stjæle fra nogle netbankkunder, kom fra en helt legitim hjemmeside og kom udenom brugernes antivirus.

Scan din pc, for at være sikker på din maskine ikke er implementeret med trojaneren kaldet Banktexeasy.

CSIS har udviklet et værktøj, der scanner og tester, om en given maskine er inficeret med trojaneren Banktexeasy. Værktøjet hedder “Bank Texeasy Detection Tool”

Og kan hentes her

Tennur..!!

Hæ hó alles..

 

 

 

 

 

Hvað eruð þið að kíkja þegar ég er í baði..??

Það þarf nú ekki endilega að taka myndir af manni við þessar aðstæður..

Verum í bandi alles…

NEMID..SlemID

I dag har vi haft en kæmpe diskussion om fordelene/ulemperne ved NEMID/SlemID i medierne..

Grunden til denne diskussion er det faktum at adskillige brugere er bleven franarret deres identitet inde på deres netbanker, de fleste er kunder ved DanskeBank

 

Det skal siges som det er at de hijackinger der har fundet sted de sidste dage har faktisk ikke noget med DanskeBank eller NEMID at gøre.

Nej, skurken er dig selv.

Du er på Facebook..

Du klikker på hvad som helst…

Antivirus er ikke noget du gider bruge penge på…

Din maskine er fyldt med “ældre” versioner af programmer..

Du har en “Mac” og tror at der findes ingen virusser til Apple….(Ha ha ha..Okay…)

—————————-

Lad os nu lige tage en slapper og kikke på hvad vi kan gøre for at gøre vores online sikkerhed bedre..

Jeg går udefra at I gerne vil fortsætte på Facebook..

Så, det første vi gør er at “Vi Opdaterer” allt vi kan inden for Windows og andre Programmer..

Helt afgørende er at vi har den nyeste “Java” og “Adobe Flash and Reader” dette er de programmer der hyppigst bliver brugt til angreb på privat maskiner..

Selvfølgelig køber vi en god Antivirus, jeg kan anbefale “Kaspersky” og “Eset NOD 32”.

Disse er de programmer jeg har brugt de mange sidste år og har jeg overhoved ikke haft virus problemer..

Selvfølgelig “klikker vi ikke på links”..

Du kan ikke vide hvad der ligger bag ved sådan et link, dvs. hvis du klikker så tager du chancen..

Til sidst, HUSK at den bedste sikkerhed sidder 40cm fra skærmen…

Þorrablót í Tønder

Hæ hó allesammen..

 

 

 

 

Þá erum við búin að vera á stórglæsilegu Þorrablóti í Tønder.

Það var hópur Íslendinga sem býr þar á svæðinu sem tók sig saman og setti upp Þorrablót án þátttöku Íslendingafélaganna.

Félögin bera því við að ekki sé grundvöllur fyrir því að halda svona uppákomur vegna þáttökuleysis….

Þetta er bara argasta bull að mínu mati, þarna voru samankomnir ca 60 manns og skemmtu sér konunglega.

Þetta var stórglæsilegt Þorrablót hjá þeim og þakka ég þeim kærlega fyrir ánægjulegt kvöld.

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_001.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_002.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_003.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_004.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_005.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_006.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_007.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_008.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_009.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_010.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_011.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/02/torri_012.jpg[/imagetab] [/tabs]

Verum í bandi alles..

 

Flatkøkur í frosti..

Hæ hó allesammen..

Hvað er huggulegra í 19 stiga frosti heldur en að baka Flatkökur..

Það er drepkallt hér núna, Nonni í heimsókn hjá okkur og notuðum við tækifærið til að fá hann til að baka nokkrar flatkökur með okkur.

 

 

Við erum búin að nota þessa aðferð við að gera flatkökur síðustu árin, þetta tekur enga stund þegar þetta er gert á þennann máta og kökurnar bragðast vel. Engin bræla í húsinu..Great Idea

Verum í bandi alles….

Mannæturnar..

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvær mannætur voru á rölti, einn faðir og einn sonur. Þeir feðgar höfðu fengið það verkefni að safna saman mat handa þorpinu sínu. Þeir ráfuðu um frumskóginn og leið ekki á löngu þangað til að aldraður Íslendingur kom í augsýn.

Sjáðu, þarna er einn! hrópaði sonurinn.

Nei, sagði faðirinn, það er varla nóg kjöt þarna til að fylla magann á hundunum.

Stuttu síðar kom í áttina til þeirra akfeitur Dani og þá byrjaði sonurinn að titra af ánægju. En hvað með þennan ? spurði hann.

Faðirinn hristi hausinn aftur og sagði:- Nei, ekki þessi heldur. Við myndum öll deyja úr hjartaáfalli vegna allrar fitunnar sem er á þessum. Við verðum að halda áfram.

Klukkustund síðar sáu feðgarnir gullfallega konu frá Tarm í fjarska. Sonurinn var orðinn órólegri en nokku sinni fyrr og sagði:- Það er ekkert að þessari. Étum hana.

Nei, sagði faðirinn enn einu sinni, við étum ekki þessa.

Hvers vegna ekki ? spurði sonurinn.

Faðirinn svaraði skjótt:- Vegna þess að við ætlum að taka þessa með okkur á lífi í þorpið og éta mömmu þína.

Ræninginn….

 

Hæ hó allesammen..

Þá veit ég hvað verður um fuglafóðrið..

Mér var litið útum gluggann í dag og sá ég þá “Ræningann” að verki við sína svívirðilegu yðju..

Skamm skamm, má ekki….

Ég gat nú ekki stillt mig um að skjóta á hann með Videóvélinni og sé ég ekki eftir því, það sem hann gerði kom mér verulega á óvart..

Andsk… er hann liðugur greyið.

Ég verð víst að auka við fóðurskammtinn fyrst ég er búinn að fá svona skemmtilegann íbúa í nágrennið..

Verum í bandi alles….

Morgunmatur..

Morgunmatur..

Hæ hó allesammen..

Það er kominn föstudagur hér í Tarm, hvíti skíturinn kom í heimsókn í nótt, allt á kafi, c.a. 6 centimetrar og þarafleiðandi allt ófært hér í bænum..

Ég treysti mér ekki út í þessa ófærð og fór því bara að leika mér á netinu og viti menn þar fann ég eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði..

Þetta er alveg snilldar apparat, bara gera hana klára áður en að maður fer að sofa, stilla timerinn og vakna svo við morgunmatinn tilbúinn..

Verum í bandi alles…

Hmmm.. Vírusvarnarforrit..

Hæ hó allesammen..

ANTIVÍRUS..

Nú var komið að því hjá mér að endurnýja áskriftina að Vírusvarnarforritinu mínu.

Nú er það þannig að ef það er eitthvað sem fólk tímir ekki að eyða peningum í þá er það Vírusvarnarforrit.

Mér hefur alltaf þótt þetta vera frekar undarlegt.

Fólk eyðir miklum peningum í að fá góða tölvu, setur inn á hana allar myndirnar sínar og önnur gögn, öll trúnaðarmálin og persónuupplýsingarnar en lætur hana svo standa opna fyrir hvern sem hefur áhuga á að kíkja þar inn og stela og skemma það sem hann vill..

Þetta er að mínu viti svipað gáfulegt eins og að hafa krók við hliðina á útidyrunum (að utanverðu) og hengja útidyralykilinn sinn þar á…

Eða tíma ekki að kaupa olíu á bílinn..

Eða keyra án öryggisbelta…

Eða kjósa Sjáfstæðisflokkinn…

Það er náttúrulega heimskulegt af mér að vera að predika um þetta, ég lifi ágætlega af því að hreinsa tölvur hjá fólki sem ekki tímir að kaupa sér vírusvarnarforrit.

Það er þó alltaf jafn sorglegt að sjá fullorðið fólk fá tárin í augun þegar það uppgötvar að allar myndirnar, e-meilin og annað þessháttar er horfið og kemur aldrei aftur, bara af því að það tímdi ekki að nota 12 dkr/260 ikr á mánuði til kaupa þá vernd sem þarf..

——————————————————————-

Og nú skulum við alls ekki minnast á dónalega orðið… (BACKUP)

——————————————————————–

Hvað um það alles, eins og fyrr sagði þá var nú komið að því að ég endurnýjaði..

Ég hef í mörg undanfarin ár notað “ESET NOD INTERNET SECURITY.”

Það hefur reynst mér vel og hef ég ekki fengið vírusa inn á mínar tölvur á meðan ég hef notað það. (ferðast ég samt um andstyggilega staði á netinu…)

Ég fylgist MJÖG VEL með því hvaða forrit eru að gera það best á hverjum tíma, það eru margir nördar sem hafa áhuga á þessum öryggismálum á netinu og er mikinn fróðleik að finna um hvað hentar best hverju sinni.
———————————————————————

Eins og fyrr sagði hef ég notað “ESET NOD INTERNET SECURITY” og verið ánægður hingað til.

Nú er það samt þannig að það forrit krefur mikilla krafta af viðkomandi tölvu, og það hefur ekki staðið sig jafnvel og ég hefði vonað síðasta árið miðað við önnur forrit.

Ég er soldið þannig að ég nenni ekki að vera að tala við vírusvörnina mína á hverjum degi…

Þetta á bara að keyra og passa sig sjálft án þess að ég þurfi að hafa nokkuð vit á því hvað er að gerast þarna á bakvið.. (Þetta á að virka eins og Uppþvottavél, ýta á 60 og þá þvær hún upp)

———————————————————————-

Til að gera langa sögu stutta, þá er ég nú eftir að hafa grannskoðað málið í nokkrar vikur búinn að kaupa og setja upp hjá mér “Kaspersky Internet Security 2012”

Eftir að hafa borið saman: F-Secure – ESET – Kaspersky…

Þetta forrit hefur unnið allar kannanir nú síðustu 3 árin sem verandi besta vörnin, og kostar mig 808 dkr fyrir 3 tölvur í 2 ár, eða 12 danskar krónur á mánuði per tölvu…

(Þar fyrir utan er þettað forrit það sem verndar best gagnvart “Andstyggilegu Andlitsbókinni”)

Ég veit ekki um ykkur, en ég þori ekki að vera “óverndaður”….

Bandi alles…

Mmmm…. mig langar í svona bíl..

Hæ hó allesammen…

 
Mig langar í svona…
Ég datt um þennann á Youtube og varð alveg heillaður, þessi væri helvíti góður þegar að við verðum búin að slíta Primerunni upp til agna..

Ég sé Fjólu alveg fyrir mér að gera hann klárann á morgnana um 6 leitið þegar hún er á leið í vinnuna..

Minnir mig á 1943 módelið af Willis jeppanum sem við áttum veturinn sem Inga fæddist, við urðum alltaf að starta honum með sveif….

 

Verum í bandi alles…

Litla ljósið hans Afa síns

Hæ hó allesammen…

 

 

Í dag kom svo dagurinn sem mig er búið að kvíða svo mikið fyrir..

 

 

 

 

 

Nú eru Ljósin mín farin aftur til Aarhus og heldur tómt í kotinu á eftir.

Þessar síðustu 6 vikur eru búnar að bæta mér upp tapið að muna ekki eftir fæðingardeginum,
þannig að það að Inga var svo óheppin að fótbrotna var í raun mjög heppilegt..
(fyrir mig.. he he..)

Elsku Inga, Liv og Lars, þúsund þakkir fyrir þennann tíma sem við höfum átt samann síðustu vikurnar, Það eru EKKI allir Pabbar, Tengdapabbar og Afar sem eru jafn heppnir og ég, þetta er búinn að vera góður tími sem ég gleymi aldrei..

Verum í bandi alles..

 

Unnur Embla – Miss Iceland 2012..

Hæ hó alles..
Langt síðan ég hef bullað hér inn síðast.

Ég hef sosem enga afsökun fyrir því annað en að ég er búinn að vera frekar latur og svo þarf ég bara að leika við Liv Fjolu..

Þessa snilldar mynd sem er hér á forsíðunni í dag fékk ég um daginn, hef bara ekki komið því í verk að koma henni hér inn.

Þetta er hún litla frænka mín Unnur Embla og sómir hún sér vel sem forsíðumynd, það verður gaman að fá hana í heimsókn til að kenna henni allskonar ósiði, ég er víst ansi góður í því..

Þúsund þakkir fyrir myndina Halli og Edith, endilega senda fleiri..

Verum í bandi alles…

Í horninu hjá Ömmu og Afa..

Hæ hó allesammen..

Nú er ég aftur hjá Ömmu og Afa í Tarm.

Mamma er að hamast við að láta löppina sína gróa saman, og ég verð að vera þolinmóð á meðan.

Pabbi er farinn að vinna aftur eftir jólafríið og okkur Mömmu fannst þá góð hugmynd að fara og reyna að hafa ofan af fyrir Afa greyinu.

Afi er alltaf að dúlla í tölvudrasli fyrir hitt og þetta fólk sem fer óvarlega á einhverjum andstyggilegum stað sem heitir Faaaseeebúúúúkkk.

Afi æsir sig alltaf reglulega yfir því hvað fólk getur látið hafa sig að fífli inni á þessu Faaaseeebúúúúkkk, en ég er ekki svo vitlaus að vera þarna inni þannig að ég er uppáhaldið hans Afa míns..

Hér getið þið séð mynd af mér þar sem ég er að reyna að kenna leikföngunum mínum góða siði..

 

Verum í bandi alles…

Til Hamingju með daginn Helga

 

 

 

 

Hún á Afmæli í dag,
Hún á Afmæli í dag,
Hún á Afmæli hún Helga,

Húúúúúún ááááá Afmææææælllllli íííííí daaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaag

Til hamingju með daginn Helga, alltaf að yngjast eins og við hin….Wonderful

 

Engin hætta á að svona ung manneskja gangi um allt með bara annað glerið í gleraugunum sínum..Big Smile

Ég hefði viljað geta kíkt í kaffi til þín, næ því ekki í þetta sinn.Too Sad

Þú átt  heiðurinn af því að vera fyrst til að fá afmæliskveðlu á nýju síðunni, ekki smá heiður það…

Ég hef verið með þessa mynd áður hér á síðunni, finnst hún alltaf jafn góð, hún er tekin um páskana 2004 þegar þú fórst í skíðaferð til Tarm….

Kannski að þú komir aftur í skíðaferð í ár….Confused

Við óskum þér til hamingju með daginn og vonum að hann verði ánægjulegur.

Verum í bandi..

100,000 gestir..

 

 

 

 

 

Hæ hó allesammen og takk fyrir allar heimsóknirnar síðustu árin..

Nú er síðan rúlluð yfir 100,000 heimsóknir og er ég bara montin af því hvað þið hafið verið dugleg að heimsækja okkur hér “Online”, það gerir það mikið skemmtilegra fyrir mig að láta visku mína flæða hér á netinu þegar ég sé hvað það erum margir sem lesa með.

Það er í dag síðasti dagur jóla hér í Tarm, það er þó ekki að sjá hér í náttúrunni. Við erum með útsprungna rós hér við húsvegginn eins og þið getið séð ef þið flettið myndunum hér fyrir neðan.

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__1_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__2_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__3_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__4_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__5_.jpg[/imagetab] [/tabs]

Það er kannski ekki endilega æskilegt fyrir gróðurinn að veðrið sé svona milt á þessum árstíma, hætta á því að allt fari að spíra og skemmist svo bara þegar að frostið kemur, við sleppum víst ekki við það að það komi í vetur ásamt hvíta skítnum en ekkert við því að gera. Ef allt verður eðlilegt verð ég farinn að slá gras eftir 3 til 4 mánuði, ekki laust við að mig hlakki til þess…

Ég er að byrja að átta mig á því hvernig ég ætla að hafa þessa nýju heimasíðu, það er að segja hvaða efni ég ætla að hafa hér inni og fer ég nú að byrja að leika mér fyrir alvöru við að hrúga efni hér inn, verið bara dugleg að kíkja inn á undirsíðurnar, aldrei að vita hvað þið finnið þar inni..

Verum í bandi alles..