“Cajunia”
.
.
.
.
.
Hæ hó allesammen…
Hvað mynduð þið hugsa eða gera ef Guð eða Keith Emerson eða Alice Copper eða Ozzie eða David Bovie myndi bara allt í einu hringja í ykkur..
Það fyrsta sem maður hugsar, það er einhver að gera at í mér..
Ég fékk svona símtal fyrr í kvöld, alveg upp úr þurru..
Það var Leif Ernstsen sem er bæði “Guð eða Keith Emerson eða Alice Copper eða Ozzie eða David Bovie” og allir aðrir snillingar í einni persónu í mínum huga..
Hann er einn mesti Harmónikkusnillingur allra tíma í “Cajun” tónlist..
Reyndar svo snjall að hann þykir alveg ómissandi í “MardiGras” í New Orleans á hverju ári og er það orðinn fastur liður að honum er borgað fyrir að koma þangað frá Danmörku á meðan aðrir listamenn víðsvegar að úr heiminum borga fyrir að fá að vera með..
Ég ætla ekki að rekja það hér hvernig ég þekki hann.
Málið hjá honum var að fá hjá mér mynd sem ég tók af honum á tónleikum 2005..
Á þessari mynd flippar hann gjörsamlega við að spila lagið “Cajunia” sem hann reyndar samdi sjálfur mörgum árum fyrr og er nú orðið viðurkennt sem eitt snjallasta “Cajun” lag allra tíma..
Sumir hafa reyndar viljað gera þetta lag að “Þjóðsöng” Cajun fólksins.. (“The Swamp People”)
Þessa mynd ætlar hann að nota á disk sem á að fara gefa út og er mér það sannur heiður að gefa honum myndina..
Ég er að sjálfsögðu ótrúlega ánægður með að hann skuli vilja nota myndina og ekki minna montinn af því að hann sagði “Hils Fjóla” þegar við vorum að kveðjast..
Ha ha, cool að eiga konu sem frægu kallarnir byðja að heilsa..
Verum í bandi alles….
P.S. Myndin hér á forsíðunni er myndin sem allt snýst um, sendi honum samt 40 aðrar sem ég tók við sama tækifæri..