Author Archives: joi

Ég á Rauðann Stól..

Hann Afi minn smíðaði stól handa mér í fyrradag..

Það þótti mér nú ekki leiðinlegt..

Ég kom í heimsókn með Mömmu og Pabba til að vera í afmælinu hans Nonna og þá fékk ég gjöf frá afa enn Nonni ekki neitt, skrítinn kall hann afi..

Afi tók fullt af myndum af mér og nýja stólnum og setti þær hér inn fyrir ykkur

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn001-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn002-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn003-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn004-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn005-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn006-.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/LivOgStollinn007-.jpg[/imagetab] [/tabs]
ásamt videói sem sýnir hvað ég er orðin duglega að hlaupa og skríða og klifra og detta og alt mögulegt annað sem ég er búin að vera að dunda mér við að læra á síðustu mánuðum..

Nú er ég svo á fullu að æfa mig í að tala, en fullorðna fólkið er eitthvað tregt og gengur illa að skilja mig enþá..

Verum í bandi alles..

Rokkurinn..

Einu sinni endurfyrirlöngu var mér afhentur Rokkur til viðgerðar..

Hann var soldið ræfilslegur greyið og þurfti aðhlynningar við..

Til að gera langa sögu stutta þá er ég nú loksins búinn að gera við hann og hafði ég þrælgaman af því.

Það vantaði pílára í hjólið og annað smálegt og getið þið séð á myndunum hér fyrir neðan hvernig hann lítur út núna..

Bandi alles..

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-001.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-002.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-003.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-004.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-005.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-006.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/09/Rokkurinn-007.jpg[/imagetab] [/tabs]

 

Afi allra skiftilykla..

Um daginn vorum við með góða vini í heimsókn.

Til að gera langa sögu stutta þá fórum við á flakk í “Antik” sölur..

Á einum stað sem við komum á hékk þetta undarlega verkfæri upp á vegg….

Þetta kveikti straks áhuga hjá mér og endaði ég með að kaupa gripinn á heilar 50kr danskar.

Kallin sem seldi mér hann hafði ekki hugmynd um hvað hann var með á veggnum þannig að við vorum báðir ánægðir með verðið..

Þetta er “Afi allra skiftilykla” framleiddur hjá “Torshalla Sagsbladsfabrik” árið 1880 og er af seríu No:0

Þetta er fyrsta framleiðsla á nútíma skiftilykli og hefur mér eftir mikla leit tekist að finna 1 annað eintak á finnsku tæknisafni, þannig að þeir liggja ekki í búnkum þessir skiftilyklar..

Þessi verksmiðja hélt áfram að þróa þessi verkfæri og sería No:1 var í laginu eins og þeir skiftilyklar sem við notum nú í dag. Seinna skifti verksmiðjan svo um nafn og heitir í dag “BACHO” sem er þekkt nafn í bransanum og er enn að framleiða afkvæmi þessa gamla lykils 132 árum seinna…..

Ég ætla mér ekkert sérstakt með þennann grip, er alveg sama þó ég gæti mögulega selt hann á meira en 50kr..

Ég ætla bara að eiga hann og hugsa til baka til allra gömlu járnsmiðanna sem sáu hann á sínum tíma og þótti þetta alger bylting og snilld..

Verum í bandi alles…

Gamlir Bílar

Hæ hó allesammen..

Nú er kominn föstudagur hér í Tarm og loksins búin að fá langþráða rigningu..

Það var allt að skrælna hér úr vatnsleysi og hitinn var allt of mikill í nokkra daga þannig að það er fínt að fá vætuna.

Ekki fyrir löngu síðan voru gamlir bílar í heimsókn hér í nágrenninu og koma hér nokkrar myndir af því..

Verum í bandi alles..

Brennið fyrir næsta vetur..

Hæ hó allesammen..
Þá er brennið fyrir næsta vetur komið í hús..Ha Ha
Nonni og Fjóla stóðu í ströngu við að flytja það inn í skúr og stafla því öllu þar.
Við erum nú með eina 7 til 8 rúmmetra þurrt og klofið þannig að það ætti ekki að vera kallt hjá okkur í vetur..

Frekar en að gera ekki neitt þá röllti ég um með video vélina og tók myndir fyrir ykkur.Big Boss

Ég er að leika mér soldið með stærðir og upplausn á videóum hér á heimasíðunni, þannig að það getur verið að ykkur finnist þetta ekki nógu stórt eða gæðin ekki nógu góð, en ég verð að prufa mig áfram með þetta þangað til að ég verð ánægður með árangurinn..Dribble
Árangurinn getið þið skoðað hér fyrir neðan..

Verum í bandi alles..

(Ef videóið er lengi að hlaða hjá ykkur er ekki annað að gera enn að bíða.. Þetta kemur allt samann..)

(Steven Spielberg hvað..)Hell Boy

Helga og Magnús í heimsókn

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

Við erum svo heppin að hafa dýrindis veður þessa dagana og Helgu og Magnús og börn í heimsókn.

Getur ekki verið betra.

Þau eru búin að vera í sumarbústað hér á Jótlandi síðustu vikuna og komu svo til okkar þegar þau skiluðu honum.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir..

Verum í bandi alles…

 

Ættarmót 2012

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

Nú erum við búin að halda árlegt ættarmót hér í Tarm og var það mjög ánægjulegt eins og alltaf áður.

Við vorum ekki svo mörg í þetta skiptið en það var mikið hlegið og vakað lengi..

Það vakti nú heldur betur lukku hjá strákunum að dekra við Liv Fjolu og var alveg snilld að sjá hvað þeir dekruðu við hana..

Hér koma nokkrar myndir..

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_001.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_002.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_003.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_004.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_005.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/08/ættarmot2012_006.jpg[/imagetab] [/tabs]

Þið getið séð  fleiri myndir frá Ættarmótinu inni í gestabókinni.
Verum í bandi alles…

Liv Fjola og Afi slá blettinn

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

Þá er að líða að árlegu ættarmóti hjá okkur og verður það nú um helgina.
Eins og alltaf er von á góðum gestum og verður ábyggilega mikið bullað og hlegið.

Liv Fjola kom um daginn í heimsókn til Ömmu og Afa og gisti hjá okkur eina nótt.
Hún hjálpaði Afa að slá blettinn og höfðum við bæði gaman af. Ha Ha

Þið getið séð þetta á videóinu hér fyrir neðann.

Verum í bandi alles..

Góðir Gestir

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

 

Við erum svo heppin að vera með gesti frá Íslandi þessa dagana, þetta eru Sigga Stína og Skúli og synir.

Þau eru búin að skoða Himmelbjerget, Løveparken, Henne Strand og fara til Ingu og Lars og Liv Fjolu í Aarhus og ýmislegt annað ,þannig að þetta er bara búið að vera gaman.

Svo á að fara í Legoland og eitthvað fleira, það er margt að sjá á Jótlandi..

Að sjálfsögðu höfum við séð um að skaffa rigningu og annað yndælisveður, látum ekki vanta neitt þar á.

Næstu daga ætlum við svo að hafa Bongóblíðu og sól, þau þurfa líka að prufa svoleiðis veður.

Þegar við vorum hjá Ingu vildi svo undarlega til að það kom skrítinn Páfagaukur í heimsókn í garðinn hjá henni, þetta þótti strákunum nú ekki lítið merkilegt og var ekki annað hægt en að taka myndir af þessu..

Hér koma svo nokkrar myndir..

Bandi alles..

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012p.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012pp.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012ppp.jpg[/imagetab] [/tabs]

Til Hamingju með Afmælið..

.

.

.

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli hann Maggi,

Haaaannnnnn ááááááá aaaaaffffffmmmmmmmææææællllllliiiiii ííííííí daaaaaaaaaaag….

Til Hamingju með daginn gamli..

Sjáumst vonandi fljótlega.

Það rignir og rignir og rignir og ……

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

 

Í fyrsta skifti þau 16 ár sem við höfum búið hér þá höfðu niðurföllin á götunni ekki undann í dag. Það var ekta “Hollywood rigning” hér og ótrúlega mikið vatn sem kom á stuttum tíma. Sem betur fer þá er þetta ekki tengt frárennslinu í húsinu þannig að við lenntum ekki í neinum vandræðum með flóð í kjallaranum eða neinu svoleiðis.

Gallinn við þetta vatnsveður var svo að því fylgdu ekki þrumur og eldingar, svoleiðis veður er alltaf óskaplega gott fyrir mig, því þá get ég selt bæði netkort og routera og svo framvegis…

Við ætlum svo að eyða helginni í að passa rigninguna..

Verum í bandi alles..