Í dag á Inga okkar afmæli.
Við þurfum ekki endilega að velta okkur uppúr árunum en hún er allavegana orðin nokkrum sinnum 10 ára..
Hún hefur alltaf verið uppáhalds dóttir hans Pabba síns, það eigum við alltaf eftir að eiga saman hún og ég.
Ekki er það verra að hún náði sér í þennann fínasta verkfræðing, saman eru þau svo búin að búa til 2 lítil skrímsli sem að Afa og Ömmu þykir ekkert lítið vænt um.
Christian verður 3 ára þann 3ja mars. Ömmu þótti það fínt tilefni til að nota heilann mánuð í að prjóna á hann peysu með traktorum og skrímslum. Til að hafa þetta nú ekki alltof auðvelt þá prjónaði Amma peysuna í tvílit..??
(Ég hef aldrei heyrt jafnmörg LJÓT lýsingarorð á einum mánuði…)
Það er að segja að ef þú snýrð peysunni við þá snúast litirnir við.. Ég get einfaldlega ekki skilið hvernig að þetta er hægt..
Hér fyrir neðan eru myndir af heldur stolltum peysueiganda. Og pökkum og stóru systir sem fékk líka pakka..
(Að sjálfsögðu þurfti Lítið Ljós að fá pakka líka.)
Elsku Inga, til hamingju með daginn í dag, og til hamingju með lítið skrímsli í næstu viku.