Vandamálið með þennann vírus er að hann leggur sig inn á tölvuna hjá þér og svo gerist ekki neitt meir..
Næst þegar að þú kveikir á tölvunni þinni þá vaknar dýrið og er frekar svangt..
Nú byrjar hann að éta allar myndirnar þínar og skjölin.
Þegar að hann er orðinn saddur býður hann rólegur eftir að þú endurræsir vélina þína.
Nú er talvan þín alveg í molum, það vill segja að nú er búið að læsa ÖLLUM þínum skrám og EKKERT hægt að gera til að opna þær aftur. Því miður er ekki ennþá til neitt verkfæri sem að getur bjargað þessu.
Það einasta sem hægt er að gera er að eiga AFRIT/BACKUP af öllum sínum gögnum einhversstaðar annarstaðar heldur en á tölvunni.
ÞETTA BACKUP MÁ ALLS EKKI TENGJA VIÐ TÖLVUNA án þess að hugsa sig um, því að þá er ALLT farið..
Ég er að berjast við þennann viðbjóð alltaf öðru hvoru.
Ef þetta kemur inn hjá ykkur..
SLÖKKVA Á TÖLVUNNI,
ÞVÍ FYRR ÞVÍ BETRA..