Picasa

Mörg ykkar hafa notað Picasa frá Google sér til mikillar ánægju.

Þetta er snilldar forrit sem margir hafa haft mikla ánægju af.
Gefur góða yfirsýn yfir allar myndirnar á tölvunni og auðvellt í notkun.

Nú hefur “Google” því miður í visku sinni ákveðið að hætta að sinna forritinu…

Hvað þýðir svo þetta á mannamáli..

“Picasa Web Albums” hverfur og allar myndirnar færast yfir á “Google Photos”

Þetta þýðir að við höfum ekki lengur stjórn á því hvar og hvernig myndirnar sjást og það er “Google” sem flokkar þær eins og þeim þykir best.

Eftir því sem að ég kemst næst þá hverfur “Picasa Desktop” ekki, þannig að ef þið eruð með það inni hjá ykkur ætti ekki mikið að breytast annað en að það er ekki hægt að leggja myndir sjáfkrafa upp á netið..

Það sem að hefur verið best við “Picasa” er að þar hefur þú getað lagað myndirnar þínar á einfaldann máta, það er ekki víst að þetta virki í framtíðinni..

Ég er ekki búinn að finna annað forrit sem að getur gert þetta betur eða á jafn einfaldann máta, þau kosta öll peninga..

Ef þú geymir myndirnar þýnar inni á “Picasa Web Albums” ættir þú að hlaða þeim niður fyrr en seinna, við vitum ekki hvað verður um þær eða hvað þetta er stórt vandamál.. Alltaf gott með Backup..