Hæ hó alles..
Það er að koma vetur hér í Tarm og alltf þegar að spáir vetrarfrosti kíki ég á lista sem að ég bjó til fyrir nokkrum árum..
Flestum ykkar finnst hann vitlaus eða furðulegur en mér er rétt sama um það, þetta virkar vel fyrir okkur og kemur í veg fyrir að við stöndum í einhverjum bjánalegum vandræðu sem auðvellt hefði verið að koma í veg fyrir með smá undirbúningi..
Veturinn okkar á Ísafirði varð okkur lærdómsríkur, gaman fyrst en þegar að það voru liðnar nokkra vikur í þessu ástandi hætti þetta að vera gaman..
Hér kemur svo listinn minn, hlægið þið bara… WINTER IS COMMING..
Húsið utanhúss..
Hreinsa þakrennur
Athuga perur utandyra
Hreinsa öll niðurföll
Bera silikón á þéttikanta á hurðir og glugga
Tæma garðslöngur og þessháttar
Fjarlægja allt sem getur fokið
Húsið innahúss..
Athuga að til séu öryggi ef eitthvað skyldi slá út..
Vasaljós sem virkar..
Hitagjafi, td. primus eða eitthvað annað ef alt fer í vitleysu (Við eigum 8 rúmmetra af brenni tilbúið) ..
Sápuvatn eða þessháttar í niðurföll sem ekki verða notuð í vetur..
Athuga glugga og hurðir, hvar blæs inn og hvað get ég gert til að spara upphitunarkostnað..
Bíllinn..
Hreinsa geymasambönd og strekkja reimar..
Athuga frostlög..
Þurkublöð og perur..
Bera silikón á öll hurðargúmmí..
Olíu eða WD40 í allar skrár og lása..
Vetrardekk og frostþolið rúðupiss..
Gott að hafa startkapla í skottinu…
Tölvurnar..
Allt uppfært..
Vírusvörn í lagi..
Fólkið..
Kleinur í frystikistunni..
Nóg til af rifsberjasultu..
Kerti og spil..
Farsímarnir alltaf fullhlaðnir..
Fartölvurnar alltaf fullhlaðnar..
Læra að breyta farsímanum í hotspot ef allt annað skyldi klikka..
Bíða eftir vorinu..
Ef þið hafið tillögur um eitthvað sem ég ætti að bæta á listann, þá vitið þið hvar gestabókin er…..
Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir frá síðasta vetrinum okkar á Ísafirði, ekkert skrítið að maður skuli búa til svona lista eða hvað..