40 ár ….

Fyrir 40 árum í dag giftumst við..
ProposeVorum við ekki bara sætust…Propose

Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn er fljótur að líða þegar að maður eyðir honum með besta vini sínum.. Propose

Í dag eru 40 ár síðan að við giftumst í Garðakirkju á Álftanesi. Það var mikið um dýrðir þann dag hjá okkur og gleymist hann aldrei. Fjóla lét mig bíða uppi við altarið, kom 27 mínútum of seint af því að það hafði sprungið á Trabantinum..  Hún og Mamma voru á leiðinni í kirkju, báðar á upphlutum.. Ég og svaramaðurinn sátum og biðum og biðum og biðum.. Don't Know

Eftir athöfnina fórum við svo í þessa líka fínustu tertuveislu með súkkulaði og rjóma í félagsheimilið að Garðaholti..  Brúðkaupsnóttinni eyddum við síðan í að taka til og vaska upp eftir veisluna..Love & Kisses

Deginum í dag eyddum við í garðinum, alltaf nóg að gera þar.

Það eru fallin hjá okkur fjörutíuogáttamiljóntvöhundruðsextíuogþrjúþúsundogþrettán laufblöð..

Ég sló þau upp með gamla traktornum mínum og fékk góða aðstoð frá litlum vini mínum sem vill gjarnan sitja aftaná þegar ég er að slá..

Nú í kvöld ætlum við í tilefni dagsins að vefja tönnunum utan um grísalundir með paprikku og sveppum og horfa á “Game Of Thrones”.. Gerist ekki betra..

Verum í bandi alles..