Hæ hó alles, nú um helgina höfðum við góða gesti frá Aarhus..
Inga og Lars og börnin komu og skemmtum við okkur konunglega saman.
Inga og Lars náðu í fulla kerru af brenni sem að Søren og Roselil voru að gefa okkur, ekki nóg með að gefa okkur brennið heldur var það sagað og klofið og heimkeyrt.
Þetta er ekki í fyrsta skifti og er þetta heldur betur búbót fyrir okkur.
Liv kom með hjólið sitt með sér. Það voru á því hjálpardekk og fannst henni þau vera fyrir. Var ekki annað að gera en að taka þau af og leyfa henni að prufa án þeirra. Það tók hana eitt augnablik og svo hjólaði hún án þeirra eins og hún hefði aldrei gert annað, er hún ekki bara seigust..
Hér fyrir neðan er videó af fyrsta hjólatúrnum án hjálpardekkja..
Verum í bandi..