Þá er enn og aftur kominn föstudagur hér í Tarm..
Það er búin að vera hitabylgja hér í nokkra daga og hefur hitinn verið um og yfir 30 stig um miðjan daginn..
Fjóla er svo heppin að fyrirtækið sem hún hefur stundum verið að vinna hjá hringdi í hana og bauð henni vinnu í nokkrar vikur, að sjálfsögðu í miðri hitabylgju… Það er 10 til 15 stigum heitara þar inni við ofnana heldur en úti þannig að henni er búið að vera ansi heitt síðustu dagana.
Ég hef bara setið niður í kompunni minni og dundað mér við að búa til drekaskilti handa vini mínum. Í kompunni er alltaf sami hitinn árið um kring, ca. 22 gráður þannig að það er besti staðurinn þegar að það er svona heitt.
Hér fyrir neðan getið þið séð drekaskiltið, ég faldi áletrunina vegna þess að viðkomandi veit ekki að hann er að fá þetta og þessvegna má ekki vera hægt að lesa þetta ef hann skyldi villast hér inn..
Verum í bandi alles..