Hmmm.. Vírusvarnarforrit..

Hæ hó allesammen..

ANTIVÍRUS..

Nú var komið að því hjá mér að endurnýja áskriftina að Vírusvarnarforritinu mínu.

Nú er það þannig að ef það er eitthvað sem fólk tímir ekki að eyða peningum í þá er það Vírusvarnarforrit.

Mér hefur alltaf þótt þetta vera frekar undarlegt.

Fólk eyðir miklum peningum í að fá góða tölvu, setur inn á hana allar myndirnar sínar og önnur gögn, öll trúnaðarmálin og persónuupplýsingarnar en lætur hana svo standa opna fyrir hvern sem hefur áhuga á að kíkja þar inn og stela og skemma það sem hann vill..

Þetta er að mínu viti svipað gáfulegt eins og að hafa krók við hliðina á útidyrunum (að utanverðu) og hengja útidyralykilinn sinn þar á…

Eða tíma ekki að kaupa olíu á bílinn..

Eða keyra án öryggisbelta…

Eða kjósa Sjáfstæðisflokkinn…

Það er náttúrulega heimskulegt af mér að vera að predika um þetta, ég lifi ágætlega af því að hreinsa tölvur hjá fólki sem ekki tímir að kaupa sér vírusvarnarforrit.

Það er þó alltaf jafn sorglegt að sjá fullorðið fólk fá tárin í augun þegar það uppgötvar að allar myndirnar, e-meilin og annað þessháttar er horfið og kemur aldrei aftur, bara af því að það tímdi ekki að nota 12 dkr/260 ikr á mánuði til kaupa þá vernd sem þarf..

——————————————————————-

Og nú skulum við alls ekki minnast á dónalega orðið… (BACKUP)

——————————————————————–

Hvað um það alles, eins og fyrr sagði þá var nú komið að því að ég endurnýjaði..

Ég hef í mörg undanfarin ár notað “ESET NOD INTERNET SECURITY.”

Það hefur reynst mér vel og hef ég ekki fengið vírusa inn á mínar tölvur á meðan ég hef notað það. (ferðast ég samt um andstyggilega staði á netinu…)

Ég fylgist MJÖG VEL með því hvaða forrit eru að gera það best á hverjum tíma, það eru margir nördar sem hafa áhuga á þessum öryggismálum á netinu og er mikinn fróðleik að finna um hvað hentar best hverju sinni.
———————————————————————

Eins og fyrr sagði hef ég notað “ESET NOD INTERNET SECURITY” og verið ánægður hingað til.

Nú er það samt þannig að það forrit krefur mikilla krafta af viðkomandi tölvu, og það hefur ekki staðið sig jafnvel og ég hefði vonað síðasta árið miðað við önnur forrit.

Ég er soldið þannig að ég nenni ekki að vera að tala við vírusvörnina mína á hverjum degi…

Þetta á bara að keyra og passa sig sjálft án þess að ég þurfi að hafa nokkuð vit á því hvað er að gerast þarna á bakvið.. (Þetta á að virka eins og Uppþvottavél, ýta á 60 og þá þvær hún upp)

———————————————————————-

Til að gera langa sögu stutta, þá er ég nú eftir að hafa grannskoðað málið í nokkrar vikur búinn að kaupa og setja upp hjá mér “Kaspersky Internet Security 2012”

Eftir að hafa borið saman: F-Secure – ESET – Kaspersky…

Þetta forrit hefur unnið allar kannanir nú síðustu 3 árin sem verandi besta vörnin, og kostar mig 808 dkr fyrir 3 tölvur í 2 ár, eða 12 danskar krónur á mánuði per tölvu…

(Þar fyrir utan er þettað forrit það sem verndar best gagnvart “Andstyggilegu Andlitsbókinni”)

Ég veit ekki um ykkur, en ég þori ekki að vera “óverndaður”….

Bandi alles…