Hæ hó allesammen..
Nú er kominn gamlársdagur hér í Tarm og viðburðaríku ári að ljúka hjá okkur.
Það er alltaf gaman á áramótum að líta til baka og velta fyrir sér viðburðum ársins.
Þetta ár var verulega viðburðaríkt hjá okkur og fjölskyldunni og skeði margt skrítið og skemmtilegt og svo líka minna skemmtilegt eins og gengur og gerist. En þegar til baka er horft var þetta gott ár.
Nú kemur svo 2012 sem á að ljúka með ragnarökum miklum eins og frægt er orðið, kæmi mér samt ekki á óvart þó að við gætum gert grín að þeirri spá um næstu áramót.
Það var lítið um gesti hjá okkur á þessu ári, er þar um að kenna kreppu og óáran í ýmsum myndum, en von okkar er sú að það verði gestkvæmara hjá okkur á nýja árinu..
Við verðum hér heima í kvöld, ætlum að njóta þess hvað við eigum ríka nágranna, þeir kveikja í peningunum sínum og skjóta þeim uppí loftið á þessu kvöldi á hverju ári, skrítinn siður það…
Farið varlega ef þið ætlið að fikta með eldspítur í kvöld..
Verum í bandi alles..