Eins og sjá má á myndinni þá var nú ekki galið hjá okkur jólaborðið.
Við vöfðum tönnunum utan um dýrindis Lambahrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og dýrindis sósu sem var svo góð að það hefði mátt éta hana eintóma með skeið…
Þessu var svo öllu skolað niður með blöndu af malti og appelsíni…
Að máltíð lokinni var svo slappað af smá stund. Hófst svo baráttan við pakkana.
Jólatrésfóturinn sem ég fékk í afmælisgjöf stóð sig mað prýði, hann stóð á móti pakkaflóðinu þannig að tréð tolldi í horninu þrátt fyrir mikinn þrýsting.
Við dunduðum okkur við pakkaupptöku og eplakökuát fram yfir miðnætti og áttum alvega verulega yndælt kvöld saman.
Þetta Aðfangadagskvöld voru þau öll hjá okkur, Inga, Lars, Liv og Nonni og er ekki hægt að lýsa með orðum hvað það er gott að eiga svona stund saman með þeim sem manni þykir vænst um.