Gamla XP dáið og grafið..

Hæ hó alles..

Nú er 8 apríl kominn og farinn og gamla Windows XP dáið og grafið..

Það er nú kannski soldið of mikið sagt, kerfið virkar ágætlega enn á mörgum eldri vélum.

Vandamálið er bara að nú ver það sig ekki gegn vírusum lengur og er ég byrjaður að fá fyrstu vélarnar inn sem eru hrundar..

Það sem ekki hefur verið haft hátt um á netinu er að Office 2003 fór sömu leið á sama degi og er það samspilið á milli Office 2003 og XP sem er dauðadómurinn þessa fyrstu daga..

Þetta er náttúrulega besta mál fyrir svona kalla eins og mig, aldrei verið svona mikið að gera…

Hér sjáið þið mynd úr kompunni minni frá því í dag, það endar með því að ég verð að stækka vinnuborðið ef þessu heldur áfram..

Lúxusvandamál..

Verum í Bandi alles..