Graði Rauður..

Hæ hó alles..

Hvað er betra á nýju ári heldur enn nýr (notaður) bíll..

Við erum nú stolltir eigendur af Toyota Yaris Verso..

Okkar Gamla Góða Primera sem okkur hefur þótt vænt um fer nú á eftirlaun og er afleist af svona littlum Sparegris.

Primeran gerði það alltaf gott, en hún er barn síns tíma og að byrja að verða þreytt.
Okkur bauðst alveg óvænt nú um jólin þessi litli Toyota bíll, kannski ekki draumabíllinn en ég hef verið að kíkja á þessa bíla ansi lengi, það er mikið auðveldara að komast inn/út úr svona bíl heldur en Primeran.

Hvað um það, bíllinn er nú skráður og skoðaður á okkur, skuldlaus og indæll… Ég er búinn að þrífa hann utann og innann og það er bara gaman að keyra hann..

Nú fer okkar gamla Primera svo á sölu efter helgina, í fínasta standi þannig að ég get verið hreykinn af því að hún lifir áfram, og vona að næsti eigandi verði verði jafn ánægður með bílinn og við.

Það mest spennandi á nýa árinu verður svo að sjá Toyota Yaris Verso draga camingvogninn upp brekku, hún má allaveganna ekki vera brött.. MuhAhahahahaha..

Svo kemur STÓRA SPURNINGIN.. Hvað á bíllinn að heita..

Þetta er svona lítil og sæt Toyota (Ég vil þín njóta Toyota..) (Þetta er PERRALEGT).. Get aldrei látið bíl heyta svona..

Í mínum huga getur þessi bíll bara heitið Graði Rauður.

Þegar að við bjuggum á Akranesi varð ég svo heppinn að kynnast Einari Kristjánsyni. (Breiðrassinn)

Sjaldann eða Aldrei hef ég haft meiri ánægju af að kynnast nokkrum algerlega ókunnugum manni. Þessi maður reyndist mér á allann máta hinn besti vinur og félagi.

Einhverntíma stóð svo á að Einari vantaði “Bryggjubíl”

Við fundum gamlan Mercedes Bens Rútubíl fyrir næstum því engann pening, skárum hann upp og breyttum honum í Pickup…

Að sjálfsögðu þurfti svo að mála listaverkið eftir að það breyttist í Pickup..Við máluðum hann “KraftLakkRauðann” Ég gleymi aldrei kvöldinu þegar ég kynnti Einari fyrir nýja bílnum hans, hann ljómaði í framan og við sungum í kór.. “Graði Rauður Var Gæðingur, Glæstur hálftaminn Stóðhestur, ogsvo framv..

Þetta eru svo samt hálfgamlar minningar sem tilheyra öðrulífi í öðrulandi..

Verum í bandi alles..