kl: 18.34 Nú er rokið að ná hámarki hjá okkur..

Það er búið að blása ansi hressilega hjá okkur í dag og allskonar drasl að fjúka í nágrenninu enn allt í lagi hjá okkur, kjölurinn á brenniskúrnum hefur það ekki gott í augnablikinu, en ég er ekkert smeykur um að hann fari, bara soldið laus greyið…

Ég stóð úti á tröppum fyrr í dag og naut veðursins á meðan ég reykti, þá heyrði ég svona hljóð eins og heyrist í grófum rennilás, og svo vantar nágrannanum allt í einu allar þakplöturnar á carportið sitt..

Nú er myrkur hjá okkur, 37 sekundumetrar í Skjern, götulýsingin er horfin þannig að við getum ekki séð hvað gengur á, en heyrum allskonar brak og bresti frá nágrönnunum, spennandi að skoða það í birtunni á morgunn.

Það eru tilkynningar í fjölmiðlum um fallin tré á vegum, 1 er dauður og 2 eru slasaðir..

Eitthvað af sumarhúsum við vesturströndina er er skaðað en ekki hægt að sjá enþá hvað mikið.

Afturámóti, ef það brotnar mikið af trjám í skógunum hér í kring þá verður brennið billigt næsta vetur.. 🙂

Ef allt fer sem horfir þá gengur veðrið niður í nótt um 3 – 4 leitið..

Bandi alles..