Starthnappurinn í Windows 8

Nú eru margir farnir að nota Windows 8 og eru menn á ýmsu máli um ágæti þess.

Eitt af því sem ergir fólk mest er að það vantar “Starthnappinn”. Þetta verður til þess að fólk er í vandræðum með að finna forritin sín og jafnvel með að slökkva á tölvunni.

Það er til einfallt ráð við þessu.

Það er til forrit sem ég set gjarnan inn hjá fólki og fær maður þá starthnappinn til baka og getur tamið Windows 8 til að láta það haga sér eins og eldri útgáfur gerðu.

Þetta forrit heitir “Classic Shell” og er ókeypis. Smellið hér til að skoða það betur..

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er bara að hringja…