Sumarhiti og letilíf..

Hæ hó allesammen…

Það er búið að vera mikið letilíf hér í Tarm síðustu vikurnar, og HEITT…..

Dag eftir dag hefur hitinn verið heldur mikill yfir hádaginn og allt að skrælna. En nú er loksins kólnað aðeins og komið eðlilegt sumarveður.

Sýta er búin að vera hjá okkur og farin áfram á leið sinni til Alta. Þetta var einstaklega góður tími sem við áttum saman og var mikið hlegið og
prjónað. Örlítið var smakkað á Campari..

Við fórum til Ringkøbing einn daginn og röltum þar um göngugötur og fengum okkur Øl á torginu. Þar var lifandi tónlist og gaman að vera, það komu
þar mikill fjöldi af mótorhjólum og kom í ljós að það var hópur mótórhjóla á móti í Tarm þessa helgi og var ekki annað að gera en að heimsækja þá
um kvöldið og skoða alla dýrðina.

 

Við fórum að sjálfsögðu á Bork Havnefestival og tókum engar myndir af því..

Við fórum til Ingu í Aarhus og vorum fleiri daga að jafna okkur eftir dekrið hjá henni eins og alltaf þegar við komum þar.

Við fórum svo á baðströndina hér rétt hjá í brakandi blíðu og skoðuðum sandlistaverk, hér fyrir neðan sjáið þið nokkrar myndir af þeim.


Ég var að leika mér á Google Maps um daginn, fór á “Street View” og náði þessum líka fínu myndum af “Farminum”.

Farmurinn er sennilega sá staður sem yngri systkinin muna best eftir frá Ástralíu árunum og er alveg með ólíkindum að húsið skuli standa ennþá.

Farmurinn er upphaflega byggður sem krá og hvíldarstaður við þjóðveginn á milli Sydney og Blue Mountaines. Þegar kráin var byggð var það vegna
þess að við Blue Mountains var fangelsi fyrir þá sakamenn sem ekki var hægt að sleppa út í samfélagið. Eins og þið vitið öll þá var Ástralía eitt
stórt fangelsi á átjándu öld, ef þú stalst frá ríka fólkinu þá fékkst þú lífstíðarvist í Ástralíu..

Kráin sjálf var í aðalbyggingunni, einn salur fyrir hermenn og annar fyrir gesti og gangandi. Fyrir aftan aðalbygginguna er eldhús frístandandi
og yfirbyggt port tengir báðar byggingarnar.

Kráareigandinn bjó í eldhúsbyggingunni.. Í kjallaranum undir kránni voru hlekkir í veggjunum, þar niðri voru fangar hlekkjaðir á meðan verðirnir
slöppuðu af. Þótti okkur heldur óhugnanlegt þar niðri.

Yfir kránni var svefnloft sem skift var í tvennt, annar hlutinn fyir hermenn og hinn fyrir aðra gesti.

Þegar við bjuggum þarna var staðurinn þekktur undir nafninu “The Old Farm Inn” og þekktu allir í nágrenninu staðinn og sögu hans, þótti þetta
spúkí staður og var fólk alveg hissa á því að við gætum búið þar og liðið vel þar..

Hér fyrir neðan eru myndirnar sem ég náði í á Google Maps, gæðin eru kannski ekki neitt sérstök en samt er skemmtilegra að eiga þetta en ekkert..

Verum í bandi alles….