Hæ hó allesammen..
Það líður að Hvítasunnu hér í Tarm..
Við höfum mörg síðastliðin ár farið saman í útilegu um þessa helgi með sérstöku yndælisfólki sem eru orðin okkar bestu vinir hér á Jótlandi..
Þau heita Christian og Mette Pinderup og erum við búin að þekkjast ansi lengi.
Fjóla og Mette unnu saman í nokkur ár og fórum við saman á Camping með fyrirtækinu sem þær unnu hjá og höfum við haldið því áfram síðan.
Við finnum okkur alltaf nýann stað á hverju ári, tökum börn, barnabörn og tengdabörn með eftir því sem þau geta og nenna og hefur þetta alltaf verið alveg sérlega gaman.
Nú í ár förum vil til Aarhus Camping Lisbjerg, rétt fyrir utan Aarhus með nýja vagninn okkar (sem að þið eruð að sjálfsögðu búin að skoða inni í gestabókinni) og hlakkar okkur mikið til.
Við förum á stað á föstudag og verðum þar alla helgina..
Við eigum von á að Lítið Ljós komi með okkur, það verður cool..
Aldrei að vita nema að það komi nokkrar myndir þaðann..
Forsíðumyndin er Gæludýrið okkar, “Steggur Veggur” hann fer alltaf með og er VarðÖnd og passar vagninn fyrir okkur, hann er léttur á fóðrum og þarf aldrei að fara til Dýralæknis..
Hann er samt soldið árásargjarn greyið svo við höfum hann alltaf í bandi með varúðar skilti um hálsinn..
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá síðustu árum..
Eins og þið sjáið er þetta mjög leiðinlegt…
Verum í bandi alles..