Að senda myndir með e-mail hefur oft valdið fólki vandræðum.
Nýjar myndavélar taka myndir í mjög hárri upplausn og þar af leiðandi verða skrárnar svo stórar að það tekur heila eilífð að senda þær, ef það er yfirhöfuð hægt..
Flestar e-mail þjónustur eru með þak á því hvað má senda stórar skrár sem viðhefti..
Það er hægt að komast hjá þessum vandræðum með því að nota forritið FILEminimizer sem er ókeypis og ég hef notað í mörg ár með góðum árangri.
Þetta forrit minnkar myndirnar um allt að 98% án þess að það sjáist á gæðum.
Forritið er mjög einfallt í notkun en eins og alltaf, þá er það æfingin sem skapar meistarann.
Ég er búinn að búa til leiðbeiningar um hvernig þetta forrit er notað og getið þið nálgast þær inni á síðunni Ýmislegt. Þar er einnig hlekkur til að sækja forritið..
Leiðbeningarnar eru bæði á Íslensku og Dönsku og þið megið dreifa þeim og nota eins og þið viljið..
Góða skemmtun allesammen..