Hæ hó alles.

Ef ég hefði vitað hvað það væri gaman að verða Afi, þá hefði ég hlaupið yfir að eiga börn.

Það fylgir því ábyrgð að vera Afa.. (Liv Fjola segir ekki Afi, hún segir bara Afa….)

Nú er ég komin með magapínu yfir hvað það er langt að detta ef maður er bara 60 centimetra hár og er í heimsókn hjá Afa og dettur niður í kjallaraholuna..

Hún er nefnilega 2 til 3 barnhæðir á dýpt..

Ég er með martraðir nánast á hverri nóttu, sé fyrir mér brotin barnabein og gips og hækjur og hjólastóla…

Þetta gengur ekki..

Nú er Afa svo búinn að kaupa: Suðuvél, Hjálm, Suðupinna, Skurðarskífur, Segulstál og 60 metra af rörum..

Á næstu vikum á svo að gera handriðin þannig úr garði að Lítið Ljós og Lillebror fari sér ekki að voða í tröppunum hjá Afa…

ror

60 metrar af 3/8 og 1/2 tommu rörum..

Framkvæmdamyndir koma seinna…

Bandi alles…