Móakot á Vatnsleysuströnd

Hæ hó alles, Mjó sendi mér þessar líka fínu myndir af Móakoti og nágrannabæjunum.

Það er ekki laust við að þetta veki ýmsar minningar, eins og til dæmis hvað það var kallt að húka upp á vegi og bíða eftir rútunni, eða hvað það var hundleiðinlegt að fara og tæma kamarfötuna niður í sjó…

(Ekkert að furða hvað Reykvíingum þótti Rauðmaginn af ströndinni góður, hann var svo vel fóðraður..)

En góðu minningarnar eru samt enþá fleiri, sennilega voru Móakotsárin bestu árin sem við áttum sem krakkar, það var allavega alltf eitthvað hægt að bralla og kanski best að vera ekkert að segja neitt frá því…

Móakotið er orðið heldur hrörlegt að sjá, en ég heyri í olíueldavélinni þegar ég skoða myndirnar..

Bandi alles….