Nú er ég búin að vera í heimsókn hjá Ömmu og Afa í Tarm..
Afi var jafn skrítinn og hann alltaf er, reyndi að lokka mig til að borða heilmikið af Osti.. (OsteHaps)
Ég lét það eftir honum að fá mér bita öðruhvoru bara til að “Gleðja Gamla Manninn”
Mér þykir reyndar ostur ekki svo slæmur..
Amma og Mamma ákváðu að það væri komin tími til að “Klippa af mér hárið sem ég er búin að vera að reyna safna frá fæðingu”
Ég skil ekki svona undarlegar ákvarðanir, en ég er jú heldur ekki jafngömul og Afi..
Ég var ekkert hrædd við að láta klippa mig, en fannst það samt mjög merkilegt,
Amma sagði aftur og aftur, “Mikið ertu fín..”
Ég var ekkert hrædd, en soldið hissa á þessu öllu saman..
Afi tók myndir og getið þið séð þær hér fyrir neðann..
Mömmu er eitthvað illt í maganum,öll að tútna út..
Afi tók mynd af því og bullaði einhver ósköp um að það yrði gaman í Mars..
Eins og sé ekki alltaf gaman í Mars..
Þú ert svo skrítinn Afi minn..
Verum í bandi Alles..