Farvel tré..
Hæ hó allesammen..
Nú þegar árinu er að ljúka þótti mér alveg tilvalið að gera eitthvað sérstakt í tilefni þess.
Og hvað er þá betra heldur en að ráðast á tvö fallegustu tréin í garðinum og murka úr þeim lífið með keðjusög.
Ódæðið var framið í gær og tókst mjög vel, trén liggja nú í valnum og búið að saga þau í ca. 25cm þykkar trjákótilettur og er svo meiningin að kljúfa og stafla á næstu dögum…
Góðir vinir mínir, bræðurnir Torben og Ruben komu hvor með sína keðjusög og feldu bæði trén og skáru þau í sneiðar fyrir mig og tóka það ekki nema rétt rúmann klukkutíma. Þeir eru þaulvanir að fella tré hafa fellt fleiri hundruð á síðustu árum. Það skiftir öllu máli að fá svona vana menn þegar tré eru sjúk..
Ástæðan fyrir öllum þessum ósköpum var ekki tóm illmenska af minni hálfu, trén voru bæði byrjuð að fúna niður við jörð og hætta á að þau myndu falla ef við fengjum alvöru storm.. Það er alveg með ólíkindum hvað múrsteinshús brotnar mikið ef svona tré fellur á það og tryggingar bæta ekki tjónið ef í ljós kemur að tréið var fúið..
Hér fyrir neðan getið þið svo séð myndir af ódæðinu..
Smellið á pílurnar til að sjá myndirnar..
Verum í bandi alles..