DOS og DOS og DOS
Windows..3
Windows..3,01
Windows..3,05
Windows..95
Windows..98
Windows..2000
Windows..ME
Windows..XP
Windows..Vista
Windows..7
og
Windows..8
Góð vísa er aldrei of oft kveðin….
Það er alveg með ólíkindum, ef maður lítur til baka hvað margar windósir við erum búin að fá síðan að við byrjuðum
að leika okkur með tölvur..
Fyrsta talvan okkar var með DOS..og síðan með DOS? og síðan með DOS? og síðan með DOS?
Það voru tóm vandræði, ekkert nema eitthvað bull á ensku sem maður skildi hvorki haus eða hala í..
Það var enginn harður diskur í vélinni, þurfti að byrja á því í hvert skifti sem að það átti að nota hana að setja
stýrikerfið inn, þar á eftir þurfti að setja þau forrit inn sem átti að nota hverju sinni.
Ef það átti að prenta eitthvað þá þurfti að setja upp prentara…
(Svart/hvítann Oki nálaprentara).. 🙂
Þegar búið var að vinna/prenta þá þurfti að setja allt efnið á 5¼ floppy diska,
sem voru eitthvað sem fjandinn fann upp í reiði sinni einhvern daginn þegar honum leiddist,
og var ekki enn búinn að finna upp Sjálfstæðisflokkinn…
Oftar en ekki var maður að basla við tölvuna í vondu veðri á vetrarkvöldum, allt í einu hvarf rafmagnið og þá
þurfti maður að byrja alveg upp á nýtt..
GÖMLU GÓÐU DAGARNIR HVAÐ…..
Í dag situr maður við tölvu sem ræsir sig á 40 til 50 sekúndum, inni á henni eru öll þau forrit sem hugurinn
girnist, það eru tengdir við hana 3 mismunandi prentarar og skanner, hún keyrir heimasíður, forrit, músík, 25
þúsund myndir, sýnir sjónvarp og bíómyndir og getur svo mikið að það er ekki möguleiki á að maður geti notað hana
til fulls..
Það eru ýmsar skoðanir á því hvort að það á að nota Microsoft Windows eða Apple…
Ég hef ekki vit á því og ætla því ekki að lasta
(rándýrt, ömurlegt, gamaldags, andstyggilegt og asnalegt) Apple íþetta skiftið…
Nú er ég síðustu 2 árin búinn að vera með Windows 7 inni á öllum mínum vélum (5) og hefur líkað mjög vel.
Þetta keyrir og keyrir og það er yfirleitt aldrei neitt vesen.
Ef eitthvað kemur fyrir þá er auðvellt fyrir svona tölvumongól eins og mig að finna hvað er að og gera við það.
Nú er svo komið það nýjasta frá Microsoft.
Windows 8
Í sjálfu sér hef ég ekkert nema gott að segja um Windows 8.
Keyrir súper vel á minni vél, engin vandræði og enþá minna vesen heldur en það var í gamla daga að skifta um kerfi.
Þetta er svo nýtt að það eru að sjálfsögðu smá barnasjúkdómar, en ekki verra en svo að þetta virkar fínt.
Lennti ekki í neinum vandræðum við að skifta yfir frá windows 7.
Enn…
Við skulum aðeins skoða HVAÐ windows 8 getur og gerir öðruvísi en við erum vön..
Í fyrsta lagi þá er þetta stýrikerfi skrifað fyrir “Spjaldtölvur eða tölvur með snertiskjá”..
Það er að segja ef þú ert með snertiskjá þá getur þú nú dregið horslóðir og matarleifar fram og afur um skjáinn og
sleppt músinni..
Mikil hamingja eða hvað..
Að öðru leiti þá er EKKERT að græða fyrir venjulegann undirnærðann fjölskylduföður sem á hálfgamlann laptop sem
honum er lengi búið að langa til að skifta út með einhverju flottara..
Eða með öðrum orðum, Þið græðið ekkert á því að skifta yfir í windows 8 á gömlu vélinni ykkar ef þið eruð með
windows 7….
Þegar þetta er komið á hreint þá vil ég ekki á nokkurn máta ráða ykkur frá því að fá ykkur windows 8 með í pakkanum
næst þegar þið fáið ykkur nýja tölvu.
Þetta virkar fínt og er væntanlega framtíðin,
það er að segja þangað til að við fáum Windows 9 og 10 og 11 og 12 og ………… bla bla bla..
Verum í bandi alles..