Langar ykkur í epli..

Langar ykkur í epli..

Við erum með svo mörg epli á trénu að það hálfa væri nóg, búin að taka allt sem við ætlum að nota og samt svigna allar greinar, þannig að ef ykkur vantar nokkur hundruð epli í saft eða hlaup eða mauk eða hvað sem er, þá er bara að koma og tína..

Héðan er allt gott að frétta, ekkert nýtt bara haustmánuðir..

Eins og þið sjáið á myndunum þá er garðurinn enn í fullum blóma þannig að ég er enn að dunda mér við að slá blettinn. Það er þó farið að kólna þannig að við erum farin að kveikja upp í brenniofninum þegar líður á daginn..

Ótrúlegt hvað maður sefur mikið betur yfir sjónvarpinu þegar það er eldur í ofninum..

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/10/epli.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/10/epli1.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/10/epli2.jpg[/imagetab] [/tabs]

Verum í bandi alles…