Nú er þessi heimasíða búin að fá að hvíla sig síðan í maí í fyrra..
Það bar til um þessar mundir að þau gömlu urðu leið á gráveðri og rigningu og í tilefni 30+40 ára afmælis “hennar sem öllu ræður og hlíðaber” var ákveðið að fara í sólina á Majorka..
Fengum fína ferð á góðu verði á mjög góðu hóteli.
Til að gera langa sögu stutta þá vorum við þarna í 2 vikur. Allt gekk vel og við áttum góða daga þarna niðurfrá.
Reyndar var það þannig að akkúrat á meðan við vorum þar kom sumarið í Tarm..
Við vorum samt ánægð með lífið, fengum þrumuveður, haglél og annað sem við erum vön heimanfrá.
Starfsmennirnir á hótelinu hlupu í hringi og sögðu að þetta væri “Crazy Weather” þau höfðu ekki upplifað svona lagað í mannaminnum.
Það góða við þetta alltsaman var að það varð aldrei of heitt.. 22-24 gráður alla dagana.
Við nutum lífsins, löbbuðum og fórum í ferðir með ferðaskrifstofunni, þar bar hæst ferð í “Drekahellanna” þetta var mikið sjónarspil, fórum niður í hellanna og gátum séð allskonar dropasteinsmyndanir, þarna niðri er eitt stærsta neðanjarðar stöðuvatn Evrópu sem vitað er um.
Við vorum látin setjast í sæti og svo kom bátur siglandi með tónlistarfólk sem spilaði á hljóðfæri. Það var alveg magnað..
Á heimleiðinni fórum við svo í “Líkjörsmökkun” hjá brugghúsi sem gerir allskonar líkjöra.. Það þótti mér nú ekki leiðinlegt..
Hér fyrir neðan koma svo nokkrar “Montmyndir” frá Mallorka, var ekki svo duglegur að taka myndir..
Nú er sumarið komið fyrir alvöru hér í Tarm, 25-27 gráður og sól, ég vökva blettinn á hverju kvöldi, get ekki verið þekktur fyrir að hann sé skrælnaður..
Von á góðum gestum..
Meira um það seinna..
Ég er að reyna að finna útúr nýju kerfi hér á heimasíðunni… Vitið er ekki meira en Guð Gaf..