Fjóla lætur sér ekki leiðast í Kóróna vitleysunni

Hæ hó allesammen..

Eitthvað þarf að hafa fyrir stafni á svona tímum, engir gestir mánuðum saman og búið að raða saman öllum púsluspilum og mála koníakstofuna og skúrinn.

Fjóla réðst á allt tréverk með Háþrýstidælunni og fúavarði á eftir með Gori.. Girðinguna, Tröppurnar og úti Húsgögnin.

Við fengum þessa líka góðu hugmynd að nú væri komið að því að mála vélageymsluna sem var orðin ansi ryðguð. Þegar að betur var að gáð var kofinn ryðgaður í gegn.. Við settum hann upp í ágúst 2001 þannig að hann var búinn að endast vel.

Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að ná okkur í nýjann skúr alveg eins og þann gamla, það var ódýrasta lausnin. Hann er nú kominn og völdum við að sjálfsögðu daga þar sem hitinn var 30 stig í sólinni þannig að þetta kostaði blóð og svita en engin tár.

Árangurinn sést hér fyrir neðan…