En það bar við um þessar mundir að gamla settinu langaði til Kanarý..
Góðvinir okkar í Vandel þau Bjarni og Bryndís eru oft þar niðurfrá, ég talaði við Bjarna og voru þau okkur ómetanleg hjálp í að láta þetta rætast, hjálpuðu okkur að bóka allt sem þurfti, buðu okkur gistingu, pössuðu bílinn okkar á meðan og komu okkur til og frá flugvellinum. (Það er geymt enn ekki gleymt..)
Þá var bara að drífa sig á stað, við komum heim í gærkveldi eftir að hafa notið lífsins í hálfann mánuð þar niðurfrá í blíðu veðri og ánægjulegheitum.
3 Systur Fjólu og góðir mágar, þeir Gummi og Óli voru stödd þar, og tróðum við okkur inní þeirra frí, þarf ekki að orðlengja það að okkur var tekið eins og “Týnda syninum”, kálfinum var slátrað og allt gert fyrir okkur sem best gæti verið, þetta var sérstaklega góður tími. Það verður reynt að endurgjalda þetta einhverntíman, en ekki hægt að gera betur.
Við gistum á Hotel Teror á Playa Del Inglés, það var fínt. (Við vorum næstum því aldrei kölluð “Terroristarnir þannig að við heyrðum..)
Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir þaðan, því miður lánaðist okkur að klína “After Sun” á linsuna á myndavélinni hennar Fjólu, þannig að myndirnar eru kannski ekki allar jafn skýrar og ég gerne vildi hafa þær, læt þær sam fara hér inn.
(Farsímamyndirnar eru betri)
Verum í bandi alles..