Það er búið að vera ansi heitt hjá okkur síðustu daga..
Allt að skrælna þannig að nú hefur komið sér vel að vera með eigin borholu.
Við fengum góða gesti í heimsókn frá Íslandi, Hallur og Ásta og börn. Það var mikið spjallað, spilað og hlegið.
Nonni, Inga, Lars, Liv og Christian komu í heimsókn um helgina og eru nokkrar myndir hér fyrir neðan.
Liv og Christian voru hjá okkur í nokkra daga og var mikið um dýrðir hjá okkur, þau er nú farin til Farfar og Farmor sem búa hér rétt hjá.
Fuglarnir tæma fuglabaðið 2svar á dag, þyrstir greyin. Það þarf að fóðra þá nú í hitanum, það er svo þurrt að það er skortur á skordýrum fyrir þá til að éta.. Í fuglafóðrinu eru allskonar fræ sem þeir drulla útum allt, til dæmis þetta flotta Sólblóm sem ákvað í visku sinni að spretta uppúr ruslagrindinni, að sjálfsögðu fær það að vera í friði.
Verum í bandi..