Það tilheyrir vorverkunum hér í Tarm að gera brennið fyrir næsta vetur klárt.
Nú erum við rétt byrjuð á því.
Við erum svo lánsöm að Roselil og Søren, tengdaforeldrar Ingu eru svo væn að gefa okkur fullt af brenni á hverju ári.
Það er alveg ómetanlegt fyrir okkur, ekki nóg með að þau felli þetta og kljúfi heldur fáum við þetta sent heim.
Í ár var það Lars sem lenti í mestu vinnunni með að koma því heim og erum við virkilega þakklát fyrir það.
Þegar heim er komið þá sögum við það í þá leingd sem að passar í ofninn hjá okkur og Fjóla staflar, ber að, og tekur frá, hitar kaffi, rúllar sígarettur og ég þykist hafa mikið að gera á meðan..
Þetta tekur einhverja klukkutíma í hvert sinn, ég hef ennþá 10 putta þrátt fyrir sögina..
Njótið.. Það gerum við.. 🙂
Bandi alles..