Hæ hó allesammen og Gleðilega Páska (betra seint en ekki) (Við erum nú komin yfir á “Sumartíma” þannig að við erum tveim tímum á undan ykkur að klára Páskana..
Páskaveðrið hjá okkur var fínt og soldið að byrja að líkjast vori..
Allt að springa út og orðið frostlaust á næturnar..
Allskonar krókusar og liljur og brum að byrja að sjást..
Nonni eyddi Páskunum með okkur en Inga var að vinna þannig að þau voru í Aarhus.
Það var að sjálfsögðu Íslenskur Lambahryggur á Páskadag með “Malti og Appelsíni..”
Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm….
Fjóla tók inn Páskaliljur til að búa til skreytingar á borðið hjá okkur og uppgötvuðum allt í einu að ein Páskaliljan var “tvíhöfða”, hef ekki séð það áður.. (Sést á forsíðumyndinni)
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir..
(Liv og Christian höfðu miklar áhyggjur af því að Öndin okkar væri orðin “Heimilislaus” Amma var búin að klippa í burtu gróðurinn sem að Steggurinn felur sig alltaf á bakvið þegar að hann er að hjálpa Afa við að passa húsið)
Verum í bandi..