En Það bar við…

htm

Hotel Porta di Maggiore

En það bar við um þessar mundir að Keisarinn lét þau boð útganga að Fjóla og Jói skyldu mæta til manntals í RÓM..

Var ekki annað að gera í stöðunni en að drífa sig af stað.

Við vorum komin til Rómaborgar seinni hluta dags síðasta þriðjudag, fundum ódýran leigubíl sem keyrði okkur beint á hótelið. Það kvöld var svo bara sofið og slappað af.

Daginn eftir fórum við að skoða Colosso (Coloseum). Það var Ævintýri líkast.. Það er með ólíkindum hvað þetta er stórt mannvirki og ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda að þarna hafi verið pláss fyrir 55.000 áhorfendur á sama tíma og við bjuggum 6 – 12 saman í torfbæjum..

Við skoðuðum líka MAXIMUS veðhlaupabrautina, eða það sem eftir er af henni, þar voru allt að 200.000 áhorfendur.. ?? Nei nú hætti ég bara að koma með tölur, þetta er svo stórt að maður skilur þetta ekki.

Hvað um það, við keyptum okkur miða í “ÚtsýnisferðarBus”, það var ekki svo vitlaust, á þann máta fengum við yfirsýn yfir hvað við vildum skoða betur..

Róm er borg sem að maður getur væntanlega heimsótt aftur og aftur og aldrei séð allt, nú erum við ekki sérlega vel að okkur í sögu Rómar þannig að maður veit ekki hverju maður hefur misst af. En því er ekki að neita að á hverju götuhorni er eitthvað nýtt og maður ræður ekki við áráttuna að labba aðeins lengra til að sjá hvað er á bakvið næsta horn…

He he.. (Við löbbuðum að meðaltali 10 kílómetra á dag að minnsta kosti..)

Eitt sem er alger snilld í Róm, það eru almenningssamgöngurnar..
Við keyptum okkur 7 daga miða sem gylltu í ALLA sporvagna, strætisvagna og lestir takmarkanalaust..

Kostaði 16 Euro á mann og vorum við alveg eins og vitleysingar og reyndum eftir bestu getu að að slíta miðunum okkar upp til agna.. Það tókst ekki..

Við löbbuðum og löbbuðum og sáum allt mögulegt merkilegt og minna merkilegt,

Hápunktarnir voru “Coloseum” “Péturskirkkjan/Vatikanið””Forum Romana/Palatino” og að ógleymdu “Panthaeon” og “Spönsku Tröppurnar” (það var verið að gera Spönsku tröppurnar upp þannig að ég tók engar myndir af þeim)

Það er varla til sú hliðargata í miðbænum sem við höfum ekki verið í og reynt að kaupa eitthvað sem að við vissum ekki að okkur vantaði,

En við eyddum ekki miklum peningum og fundum fullt af góðum hlutum á góðu verði..

Höfðum vaðið fyrir neðan okkur og byrjuðum á því að kaupa okkur stærri ferðatösku þegar við komum út,

það kom sér sér vel..

Hún var reyndar svo þung að hún var búin að tapa hjóli þegar að við komum heim.. What ever… Verð sennilega að mixa eitthvað undir hana..

Við vorum á ágætis hóteli, sum okkar kvörtuðuðu reyndar undan því að það væri baun undir dýnunni, voru soldið bláar og marðar en það var samt ekki svo slæmt..

Herbergið var hreint og fínt og ekkert út á það að setja.

Morgunmaturinn á hótelinu var mjög sérstakur, 14 ára gamalt brauð, kaffi og hunang og jarðarberjasulta..

Vildi mér til happs að ég ét ekki morgunmat.. Kaffið var fínt.

Við reyndum að fara út að borða á nýjum stað á hverju kvöldi, það var mjög áhugavert,, borðuðum undarlegustu hluti..

Heimferðin var frekar góð, vissum fyirfram að við yrðum að millilenda/bíða í Brussel í 6,5 tima….
Mér var nú ekki að lítast á það, það er ekki hægt að bíða einhverstaðar í 6,5 tíma án þess að reykja..

Það vildi okkur svo til happs að það reykja allir í Evrópu, þannig að við gátum smókað alveg þangað til að okkur svimaði og komust að heil og höldunu heim..

Arrivadeci Roma…

Myndir hér fyrir neðan…