20 ár í útlöndum

Á milli jóla og nýárs 1995 tókum við þá ákvörðun að nú væri kominn tími til að prufa eitthvað nýtt og völdum við að flytja til útlanda..

Eins og þið vitið öll þá varð Jótland fyrir valinu..

Við fluttum frá Íslandi 9 febrúar 1996.

Við höfum aldrei í eina mínútu séð eftir því.

Jótland hefur reynst okkur vel og nú 20 árum seinna sjáum við að þetta var rétt og góð ákvörðun á sínum tíma. Við erum heima..

Þau markmið sem við settum okkur þegar við fluttum hingað hafa ræst og allt gengið eftir sem okkur dreymdi um.

Að sjálfsögðu hefur gengið á ýmsu í lífinu en svona er það bara og hefði væntanlega verið eins sama hvar við hefðum búið..

Bara að gamni ætla ég að setja hér inn myndir frá 1996, það er að segja frá fyrsta árinu okkar hér…

Bandi alles..