Windows 10

Eins og ykkur er öllum orðið kunnugt þá er Windows komið út í nýrri útgáfu..

Windows 10

Beint og krókalaust, þá er ekkert að græða á því að setja þetta nýja stýrikerfi inn, það gerir tölvuna þína ekki fljótari eða skemmtilegri á nokkurn máta. Aftur á móti getur þú lent í því að missa öll þín gögn eða lent í því að talvan fari alls ekki í gang aftur. (Þekki nokkur dæmi þess nú þegar)

Þegar allt þetta er sagt þá verð ég að segja frá því að ég er búinn að setja Windows 10 upp á eina tölvu hjá mér. Það gekk sársaukalaust en talvan varð ekki betri á nokkurn máta. Aftur á móti breyttist allt umhverfi og viðmót þannig að það þarf að læra allt uppá nýtt.

Þegar upp er staðið þá þjónar uppfærslan engum tilgangi…

Ég reikna með að næst þegar að ég fæ mér nýja vél þá verði þetta nýja Windows á henni, það er allt í lagi en ekkert sem mér finnst spennandi á nokkurn máta..

Ef þú samþykkir uppfærslu til Windows 10 þarft þú að hafa það í huga að þú getur misst öll gögn.
Það er þessvegna algerlega bráðnauðsinlegt að taka afrit (backup) af öllum gögnum sem þú villt eiga áfram yfir á aðra vél eða disk þannig að hægt sé að koma hlutum inn aftur ef illa fer.

Oftar en ekki fer allt í vitleysu og þá þarf að setja allt inn upp á nýtt…..

Nú er ég búinn að bulla nóg um Windows 10, það er ekkert að græða á því að setja það inn en ef það gengur er heldur engu að tapa…. ??