Hæ hó alles..
Síðasta laugardag vorum við boðin í “Silfurbrúðkaup” hjá Gunnari og Brendu í Tønder.
Ég þarf ekkert að taka það fram að þar var mikið um dýrðir og ekkert sparað.
Við vorum komin þangað um hálfþrjúleitið og keyrðum ekki heim fyrr en um tíuleitið um kvöldið, máttum ekki keyra fyrr en við værum búin að fá súpu og alles. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það að við fórum ekki svöng að sofa það kvöldið.
Gestirnir voru vinir og vandamenn og kunningjar, og var sérlega gaman að hitta alla gömlu nágrannanna þeirra frá “Horupsvej”. Inga og Lars og litlu ljósin komu og Nonni kom frá Álaborg þannig að þetta varð allt alveg sérlega ánægjulegt. Hrafnhildur og Viðar komu frá Kauben ásamt dóttur og tengdasyni, ekki hægt að segja annað enn að “ættin” hafi mætt á staðinn..
Góðir vinir þeirra færðu þeim “Ómálað málverk”.. Þetta fannst mér skrýtið í fyrstu, en hugmyndin var sú að allir á staðnum myndu mála eitthvað persónulegt á léreftið..
Þessi hugmynd er reyndar alger snilld og gaman að sjá árangurinn. þið getið séð árangurinn sem síðustu myndina hér fyrir neðan…
Kæru Gunnar og Brenda, Takk kærlega fyrir höfðinglegar móttökur, okkur er straks farið að hlakka til “Gullbrúðkaupsins…..”
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir..