Til Hamingju með daginn Bláskjár og Mamma hans..

Í tilefni dagsins dugar ekkert minna en TRAKTORKAKA 

Föstudaginn 27 febrúar átti Inga afmæli og óskum við henni til hamingju með það.

Við fórum og heimsóttum hana og fengum að sjálfsögðu fínustu kræsingar eins og alltaf þegar við komum þangað.

Um leið var haldið upp á 2 ára afmæli Christians Ara, en það er í dag 03 03.

Það var heldur gaman að fylgjast með þegar Inga töfraði fram fyrir hann Traktorköku á nokkrum mínútum eins og ekkert væri. Christian ljómaði þegar hann sá hana og hrópaði TRAKTOR..

Farfar á traktor og það er nú spennandi að fá að fara í svoleiðis tæki.

Ég var svo vitlaus að ég hafði ekki myndavél með mér þannig að þið fáið bara farsímamyndir af kökunni og afmælisbörnunum.

Athugið að það er komin ný “Gestabók” sem allir geta skrifað inní.. Blush

Verum í bandi..