Hæ hó alles…
Ég hef eiginlega ekki haft neitt að skrifa um í sumar… ??
Það er þó ekki alveg satt. Ég hef bara hreinlega ekki nent því, er með heimasíðufælni þessa dagana..
Um daginn þurfti ég svo að ákveða hvort að þessi heimasíða ætti að fá að lifa eitt ár enn og eftir að velta því soldið fyrir mér þá týmdi ég ekki að leggja hana niður…
Ég er búinn að vera frekar (alveg) latur við að taka myndir upp á síðkastið, þið eruð búin að fá myndir úr garðinum okkar svo oft að það hálfa væri nóg, garðurinn breytist ekkert þannig að það er eiginlega ekki nein ástæða til að halda áfram að taka myndir af honum.
Nonni er búinn að búa í Skjern í rúmlega 2 ár en er nú að flytja til Aalborg. Hans er sárt saknað, það var bara svo cool þegar að hann birtist öðru hvoru og við gátum spjallað um allt og ekkert.
En það var stórt fyrirtæki útí hinum stóra heimi sem gat akkúrat notað svona Nonna. Þeir gerðu honum svo tilboð sem var ekki hægt að hafna.
Hann er nú orðinn bíleigandi og íbúðarleigjandi og fær íbúðina sína í næstu viku.
Það verður gaman að heimsækja hann þar.
Á morgunn, 12-09-2015 förum við til Aarhus og sækjum Sif. Mig hlakkar mikið til, (sumir segja að maður eigi að segja “ég hlakkar til” algert bull) ansi mörg ár síðan að ég hef séð hana þannig að þetta verður bara gaman.
Við förum í fyrramálið til Aarhus og eyðum svo helginni með Sif.
Ég skal reyna að muna eftir að taka myndir…
Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir frá hinu og þessu í sumar…
Hér er video af Ömmu og Liv..