Meira Photoshop fikt..

Ég er enn að fikta..

Góðvinur minn lét mig hafa þessa mynd í von um að ég gæti lagað hana eitthvað.

Það er skemmst frá að segja að þessi var mér erfið, illa upplituð og klístruð með einhverju sem að ég veit ekki einu sinni hvað var..

Ég reyndi að skanna hana inn en árangurinn varð aðldrei góður, eftir að hafa skannað og skannað endaði ég með að hreinlega þvó myndina með vatni til að ná klístrinu af henni. Nú gat ég skannað hana í þokkalegum gæðum.

Nú tók við fikt og tilraunir þar sem að ég prófaði allt sem mér datt í hug, árangurinn sjáið þið hér fyrir neðan.

[twentytwenty]

cp2 cp1

[/twentytwenty]

 

Verum í bandi alles…