Laufabrauð.. Anno 2015

Hæ hó allesammen,
nú var komið að árlegum “Laufabrauðabakstri” hér í Tarm.

Þennan góða sið vandi góð vinkona okkur á (Anna Óða)..

Við höfðum enga hefð fyrir að vera með Laufabrauð en þegar að góðvinir okkar Hafsteinn og Anna fluttu hingað í sæluna voru þau snögg að kenna okkur að “það eru ekki jól án Laufabrauðs”.

Nú erum við svo í nokkur ár búin að baka (VIÐ.. ég meina Fjóla og Inga að sjálfsögðu) Laufabrauð eftir kúnstarinnar reglum. Eins og allir vita er ég nýbúinn að vera á Íslandi, og var þá að sjálfsögðu keypt “Laufabrauðsskurðarapparatmeðhandfangi)..

Þetta er mikil Völundarsmíð og gerir vinnuna léttari hjá þeim sem að sitja og skera í Laufabrauð.. Í þetta skiftið var Habbý vinkona okkar með í bakstrinum og held ég að þær hafi skemmt sér vel allar saman.

Inga notaði tækifærið hér fyrir Vestan og skellti Skodanum á vetrardekk, komin tími til, það á að frysta um helgina…

Það er svosem allt í lagi að það frysti, ég er búinn að borga fyrir snjómokstur í vetur og yrði frekar svekktur ef ég fengi ekkert útúr þeirri fjárfestingu..

Það er annars helst til frétta hjá okkur að “Nonni er meðal Skrælingja

Nonni er farin að vinna hjá stærstu verkfræðistofu Evrópu, man ekki hvað margir Verkfræðingar vinna þar en held að það sé einhverstaðar á milli 5 og 7 þúsund..
Hann var fljótur að hasla sér völl þar inni og eru þeir núna búnir að senda hann til Grænlands þar sem að hann á að kenna þeim að nota einhvern hugbúnað sem hann er klár í.

Hugsanlega kennir hann þeim um leið að gamla Grænlenska hefðin með að hlýja aðkomumönnum á mjúkann og góðann máta sé góð hefð… “GO NONNI“..Evil Face

Hér fyrir neðan sjáið þið svo “Laufabrauðsbakstursmyndir”

Verum í bandi alles..