Húsið á horninu

Hæ hó alles..

Síðustu helgi var mikið um dýrðir í húsinu á horninu..

Nonni, Inga, Lars og börnin komu öll í heimsókn til okkar.

Börnin fengu að smakka rjómabollur í fyrsta skipti og þarf ekki að orðlengja það að þeim þótti það nú góður grautur..

Inga var önnum kafin við að búa til “Playstation” fermingarköku og var hún alveg snilld. Það eru tvíburar í ættinni hans Lars sem voru að fermast nú um helgina og höfðu þeir pantað svona köku hjá Ingu.

Lars og Inga fóru svo og náðu í 3 kerrur af brenni handa okkur sem að foreldrar Lars voru að gefa okkur þannig að nú get ég aftur haldið hita á Fjólu á kvöldin…

Fyrir ansi mörgum árum síðan smíðaði ég Rauða jólaskó á Ingu úr “Krómsútuðu Geitaskinni”.. Við eigum skóna ennþá og leyfði ég Liv að fara í þá nú um helgina. Henni þótti það nú heldur merkilegt og mér enþá merkilegra að sjá barnabarn í þeim…

Garðurinn er allur að koma til og koma hér nokkrar montmyndir sem ég tók í gær..

Verum í Bandi alles…