Brenni….
Þá var loksins komið að því að koma brenninu fyrir næsta vetur í hús…
Eins og oft áður þá erum við búin að vera að basla í brenni.
Í þetta skiftið keyptum við brennið sagað og klofið, heila 8 rúmmetra.
Þessu var svo skilað upp í innkeyrsluna hjá okkur þannig að við þurftum ekkert að gera annað heldur enn að koma því undir þak og stafla því.
Eins og alltaf áður þá mætti Nonni á staðinn til að hjálpa Mömmu sinni því að eins og alþjóð er kunnugt þá nenni ég ekki neinu svona, tek bara myndir…
Rétt áður en að við byrjuðum birtist Rasmus kunningi Nonna, hafði fengið að vita hvað stóð til. Hann var reyndar búinn að vera í vinnu heila nótt en taldi það ekki eftir sér að koma og hjálpa. Svona eiga vinir að vera….
Það tók okkur 4 tíma að koma brenninu fyir, ekki svo slæmt.
Nú getur það svo klárað að þorna undir þaki og ætti því að vera klárt í haust þegar að við þurfum að byrja að nota það..
Hér fyrir neðan eru myndir..