Bílskúrinn nágrannans..

Það var einu sinni bílskúr…

Svo kom í gærkveldi fellibylurinn “Gormur” (Hávaðarok á Íslandi = Fellibylur í Danmörku) þannig að nú á Carsten nágranni engann bílskúr lengur..

Hann var reyndar svo stálheppinn að hann var í mat hjá Pabba og Mömmu akkúrat þegar að það versta gekk yfir þannig að nýja KIA’an hans var ekki inni í skúrnum..

Það skeði ekkert hjá okkur, ég var búinn að binda allt sem að þurfti að binda þannig að við nutum bara veðursins með nógan eld í brenniofninum,eins og sjá má á einni myndinni hér fyrir neðan þá var kerran bundin í bak og fyrir, en ein grein var orðin soldið leið yfir að vera í garðinum hjá okkur svo nú er hún orðin brenni..

Ég fór einn “Forvitnishring” um Skjern og Tarm rétt áðan, það eru skemmdir víða en það er mest eitthvað sem að hefði verið hægt að fyrirbyggja þannig að ég hef ekki mikla samúð með því.. Mest fánar og skilti og gróðurhús og stillatsar og svoleiðis drasl að ekki sé minnst á trampólínur og fortjöld hjólhýsa.. Það hrundi gafl í fjölbýlishúsi í Ulfborg og ég sá hjólhýsi í frumeindum fyrir utan veg en að öðruleiti slapp þetta vel..

Helgin var reyndar óvenjulega ánægjuleg, Nonni og Inga og Lars og börnin voru öll hjá okkur og var það alger snilld.

Inga og Lars og Fjóla voru á fullu í að gera allskonar jóla….. klárt og sjáið þið soldið af því á myndunum hér fyrir neðan. Þau drifu sig síðan öll heim áður en að Gormur barði að garði..

Inga og Fjóla settu greni á handriðið okkar samkvæmt hefð, en við ákváðum að bíða með ljósin þangað til að veðrið væri gengið yfir.

Kemst sennilega ekki hjá því að setja þau upp á morgunn.

LOKSINS fann ég not fyrir Ipad..

Liv og Christian geta notað hann til að sjá teiknimyndir á “NETFLIX”
Segiði svo bara að það sé ekki hægt að nota Ipad til neins..

Verum í bandi alles…