Hæ hó alles..
Fyrir ansi mörgum árum síðan sameinuðumst við nágrannarnir hér í götunni um að gefa John hér við hliðina Vindmillu…
Þetta er ákveðin hefð hjá SuðurJótum að vera með svona millu í garðinum hjá sér, hefur með Sjálfstæðisbaráttu dana gagnvart þýskalandi að gera..
Til að gera langa sögu stutta þá var Vindmillan hálfgert drasl og er nú ónýt..
John ætlaði að henda henni en datt svo í hug að ég myndi hafa gaman af að grauta í henni.. Þannig að hann gaf mér hana..
Nú er ég búinn að leika mér að þessu öðru hvoru og Millan stendur hér í garðinum eins og hún hafi aldrei gert annað..
Allt tré í henni var ónýtt, vængir og þessháttar.. Þannig að það er búið að vera gamann hjá mér og Stingsöginni..
Hér fyrir neðan koma Montmyndir..
Fyrsta myndin sýnir milluna og leifarnar sem ég fékk..
Bandi Alles..