Eins og allir vita þá varð oft ansi heitt hjá okkur hér í sumar..
Það var oft 35 gráður og sólin barði niður hjá okkur, allt skrælnaði sem skrælnað gat.
Fyrir nokkrum árum þá felldum við stór tré sem voru næst húsinu. Þau gáfu okkur góðann skugga í útistofunni og höfum við saknað þess.
Til að bæta úr því þá strekkjum við segl undir plastþakið og hefur það gert það líft að sytja þar inni á heitustu dögunum.
Í gær rúllaði ég svo seglinu frá, það er ekki svo heitt lengur…
Mikið varð ég hissa þegar ég sá að það var heilmikið sót innan á plasþakinu, við nánari skoðun kom í ljós að allar þaksperrurnar eru kolsvartar og sviðnar að ofan..
Við höfum ekki verið með neinn opin eld þarna inni og hef ég ekki aðra skýringu en að sólin hafi verið við það að kveikja í þakinu hjá okkur einhverntíma í sumar án þess að við yrðum vör við..??
Eins og sjá má hefur hitinn verið svo mikill að efstu plötuendarnir hafa gefið sig og sigið niður
Það er sennilega plastið sem hefur valdið þessum hita á svipaðann hátt og við fiktuðum með stækkunargler þegar við vorum krakkar..
Ég hef ekki aðra betri skýringu á þessu..
Merkilegt…
Hér fyrir neðan eru myndir af fyrirbærinu..
Verum í bandi alles…