Prinsessukastali, Til Hamingju með afmælið Litla Ljós

Hæ hó allesammen..

Um síðustu helgi vorum við á Camping í Vejle, það var verulega fínt þar, sól og blíða alla helgina.

Graði Rauður var hinn ánægðasti með að draga vagninn, engin vandamál þar.

Hápunktur helgarinnar var að haldið var uppá 3ja ára afmæli Liv Fjólu. Þegar mamma manns er kökugerðarmeistari er ekkert eðlilegra heldur en að fá bleika höll í afmælisgjöf, rosalega flott og bragðið.. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem Inga var svo góð að senda mér til að setja hér á síðuna.

Erum að fara í heimsókn til Ingu í dag og verðum þar um helgina…

Verum í bandi alles..