Christian og Liv hjá Ömmu og Afa

Hæ hó allesammen..

Það er búin að vera alger eymd og volæði á mér síðan í byrjun nóvember og þessvegna hef ég ekki nennt að setja neitt hér inn..

Það er samt ekki þar með sagt að það hafi ekki verið gaman hjá okkur.

Nóvember byrjaði á því að við fengum að láta Liv og Christian passa okkur á meðan að Pabbi og Mamma voru í Ástralíu ?.

Þetta var nú heldur góður tími og mikið horft á barnaefni í sjónvarpinu.

Síðast í mánuðinum fengum við svo óvænta heimsókn frá Íslandi og var mikið um dýrðir þá dagana.

Nú í desember endaði ég svo með að fara til læknis sem aldrei skildi verið hafa….

Ég fór þar inn með smá flensuskít sem ég var orðinn hálf þreyttur á og kom þaðan út með lungnabólgu..

Þetta kennir mér það að ef maður ætlar að hafa heilsuna nokkurn veginn í lagi þá á maður alls ekki að fara til læknis..

Nú er ég svo á fullu við að bryðja Pensilin og röddin að koma aftur og heilsan að verða betri..

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá Nóvember og Desember…

Verum í bandi alles…