Hæ hó alles..

Langt síðan síðast, búið að vera mikið að gera..

Búið að vera fínasta veður lengi, allt að springa út og laufgast..

Um síðustu helgi vorum við í 60tugs afmæli Sørens Pabba Lars. Vað þar mikið um dýrðir og alger snilldar veisla. Lars gerði sér lítið fyrir og skar út Bæjarnafnið í eykartré og þótti fólki það heldur flott. Ég var og er frekar stolltur af Lars, í fyrsta skifti sem hann sker eitthvað út þá gerir hann það í eik. Vel af sér vikið og árangurinn frábær. ( Sjá mynd hér fyrir neðan )

 

Í dag gafst góður vinur upp…

Fyrir mörgum árum síðan eignaðist ég þessa litlu Acer tölvu, Kitti vinur minn keypti hana fyrir mig hjá @tt.is, við keyptum sitt hvora vélina og hann kom hingað út með þær.

Vélin hans var notuð í Skype og Íslenskt útvarp og keyrði meira og minna á hverjum degi í mörg ár. Mín vél hefur aðalega verið notuð í viðgerðarferðir og þessháttar og hefur hún líka fengið að fara með í allar okkar útilegur og ferðalög. Allt í alt hefur hún gert það vel og nú var hennar tími kominn.

Að sjálfsögðu var ég með Backup, þannig að skaðinn er ekki annar en vélin sjálf.

Reyndar hefði dánardagurinn komið að sjálfu sér nú í Apríl þegar Windows XP deyr, þannig að skaðinn er ekki svo hræðilegur..

Ég á eftir að sakna litlu vélarinnar á ákveðinn máta, hún var með alltof lítinn skjá og gat ekki neitt en reyndist mér alltaf vel.

 

Nú er ekki nema vika í að við förum og sækjum vagninn okkar úr vetrarhíðinu, það verður spennandi að sjá hvort að Graði Rauður getur dregið hann heim.. ( Ætti að geta það, niður bakka alla leiðina )

Mig hlakkar til að sjá vagninn aftan í bílnum, tek mynd og smelli hér upp þegar að þar að kemur.. (Verður aldrei verra heldur en þegar ég var með vagninn hennar Helgu aftan í Suzuki Swift á Hanhóli hérna um árið .. Ha ha ha.. Sjá myndina hér fyrir neðan)

 

Annars er það helst að frétta að góðvinur minn Christian Pinderup varð 60tugur nú í vikunni og verður fyrsta veisla af mörgum haldin í tilefni af því á morgunn. Að sjálfsögðu verðum við með og hlakkar okkur mikið til.

Verum í bandi alles..