Mmmmm…. Flatkökur…
Nú eru Fjóla og Nonni búin að baka Flatkökur handa okkur, athöfnin fór fram í Koníaksstofunni þar sem aðbúnaður er hinn besti til þessara starfa.
Samkvæmt hefð var Fjóla að sjálfsögðu í “Flatkökuúlpunni”..
Við erum ansi velbúin verkfæralega til svona Flatkökugerðar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Búnaðurinn sem notaður var er sem hér segir.
1. Ryðfrístálplata 12mm þykk (man ekki lengur hvar ég stal henni)
2. Þrír búkkar til að láta bíla standa á (Keypti þá fyrir 18 árum)
3. Kosangas Ilgresisbrennari sem mest er notaður í þetta og til að svíða hausa..
4. 9 heimarúllaðar sígarettur og 3 Slotts….
5. Canon Ixus 75 myndavél (svo að ég geti sýnt ykkur myndir og einnig til þess að ég þvælist ekki fyrir Bökunnarmeisturunum)
6. Adobe Photoshop Elements, ACDSee, Fileminimizer, Free Picture Resizer, Asus fartalva, Internetsamband, Áskrift og aðgangur að heimasíðunni minni, WordPress og Gallerý plugin, til þess að ég get látið ykkur öll fá vatn í munninn og langa í Flatkökur…
Verum í bandi alles…